JS ljósasmiðjan ehf
JS ljósasmiðjan ehf
JS ljósasmiðjan ehf 5540661
  • Skemmuvegur 34/ brún gata, 200 Kópavogi
  • kt. 4910012750
Starfsmenn
Jón Guðbjörsson
Eigandi
Sigurður Vilhjálmsson
Eigandi

JS Ljósasmiðjan
sérhæfir sig í smíði og hönnun á díóðuljósakrossum á leiði, einnig ljósaskreytingar fyrir bæjar-og sveitafélög.

JS Ljósasmiðjan hefur um árabil sérhæft sig í
viðgerðum og varahlutaþjónustu fyrir sláttuvélar, sláttuorf og
sláttutraktorum ásamt öllum gerðum af smávélum

Einnig hefur JS Ljósasmiðjan sinnt viðgerðum og viðhaldi á GoKart.

Umsagnir viðskiptavina Ljósasmiðjunnar:
„Orkuveita
Reykjavíkur hafði verið að leita að nýjum mótívum til að endurnýja
hluta jólaskrauts sem var úr sér gengið. Veðurfarslegar aðstæður á
Íslandi krefjast styrks í burðarvirki til að standast mikið vindálag.
Talsvert framboð er af erlendri framleiðslu en öll erlend mótív eru
smíðuð úr álprófílum.
JS verkstæði/Ljósasmiðjan hefur leyst þetta með því að smíða mótívin úr járni og sinkhúða en með því fæst meiri styrkur og góð ending.
OR
hefur verið að leita að skrauti með ljósum með meiri og betri endingu
en hefðbundnar perur. Var sérstaklega horft á ljóstvista (díóður) en
tekist hefur að framleiða ljóstvista með mjög líkum lit og hefðbundnar
glóperur gefa. Ljóstvistar koma til með að draga verulega úr
viðhaldsþörf, kostnaði við peruskipti og rafmagnsnotkun.
Viðhaldskostnaður er stór liður í rekstri jólaljósa og því mikilvægt að
viðhald sé í lágmarki.
Samið var við JS vélaverkstæðið um að smíða
halastjörnur sem myndu festast á stólpa og skildu þær vera klæddar með
ljóstvistaslöngum með warm-white lit. Þrátt fyrir skamman fyrirvara
tókst JS vélaverkstæði/Ljósasmiðjan að afhenda
OR stjörnurnar á tilsettum tíma. Á 2 mánaða tímabili sem
halastjörnurnar loguðu bilaði einungis ein halastjarna af um 30 stk. sem
settar voru upp, en á þeim tíma gengu nokkur fárviðri yfir landið og
ollu meðal annars miklu tjóni á götuljósakerfinu.
Annar umtalsverður
kostur að íslenskt fyrirtæki er komið inn á þennan markað er sá
möguleiki að fá smíðað eftir séróskum en JS vélaverkstæði smíðaði
einmitt tvær ljósakúlur eftir hugmynd sem kom upp.

Reynsla
OR af samstarfi við JS vélaverkstæði/Ljósasmiðjan er mjög góð,
tímasetningar stóðust fullkomlega við það sem gefið var upp.”

Hilmar Jónsson
Tæknifræðingur/verkefnastjóri Orkuveitu Reykjavíkur