Mynd af IBH ehf

IBH ehf



IHB- heildverslun og þjónustufyrirtæki sérhæfir sig í þjónustu við hátæknifyrirtæki og vélaframleiðendur fyrir matvælaiðnað. IBH starfar náið með vélaframleiðendum. Einnig sinnir fyrirtækið varahlutaþjónustu við útgerð, frystihús og aðrar matvælavinnslur sem og annan iðnað um land allt.

IBH- iðnaðarfyrirtæki er leiðandi fyrirtæki í sölu á tromlumótorum, færibandaefni ofl. íhlutum og tækjum í sjávar og matvælaiðnaði. Fljótlega varð ljóst að erfitt var að veita viðunandi þjónustu með tromlumótora svo vel ætti að vera með því að flytja þá inn samsetta. Ástæðan er sú að þarfir viðskiptavinanna eru mjög ólíkar.

Ljóst er að eina leiðin til að veita góða og fljóta þjónustu er að framleiða tromlumótorana hér á landi eftir þörfum hvers og eins. Var því sú ákvöruðun fljótlega tekin að reyna að ráðast í þetta þrekvirki. Þessi ákvörðun reyndist vonum framar og í dag framleiðir fyrirtæki um eitt þúsund mótarar ári hvert.

IBH er í dag í stakk búið að bjóða flestar útfærslur nánast samdægurs. Auk þess þar sem um innlenda framleiðslu er að ræða býður fyrirtækið upp á einstaka viðgerðaþjónustu, þar sem allir íhlutir er ætíð á lagir.



A) Aðalvörumerki IBH ehf er INTERROLL tromlumótorar. Fyrirtækið hóf innflutning á tromlumótorum og meðfylgjandi tæknibúnaði frá þýska fyrirtækinu BDL TROMMELMOTOREN árið 1998. Árið 2006 sameinaðist BDL einum af samkeppnisaðilum sínum INTERROLL. IBH ehf tók þá einnig við þjónustu á Interroll og Jokimótorum. INTERROLL er einnig leiðandi fyrirtæki í rúllubrautum í Evrópu.

Þetta hefur styrkt þjónustu og vöruúrval IBH. Í dag er IBH ehf langstærsti söluaðili tromlumótora á Íslandi og leiðandi á sínu sviði. IBH rekur einnig viðgerðaþjónustu á öllum tegundum tromlumótora og rúllukefla

B) Annað stórt vörumerki IBH ehf er HABASIT sem er svissneskt fyrirtæki sem framleiðir plastmódúla og færibandareimar og er eitt af stærstu reimaframleiðendum í heiminum. IBH er með stóran og fjölbreyttan lager.

IBH tekur að sér samsetningu á reimum og módúlaböndum. Markaðshlutdeild Habasit í heiminum hefur farið ört vaxandi undanfarin ár og unnið er að stóraukinni markaðshlutdeild hér á landi. Einnig býður IBH upp á viðgerðir og uppsetning á færibandareimum hjá viðskipavinum

C) IBH ehf var brautryðjandi í sölu á vélum til að hreinsa og merkja ryðfrítt stál.

Fyrirtækið selur vélar og fylgihluti frá þýska fyrirtækinu Bymat.

D) IBH ehf selur auk þess ýmsar aðrar rekstrarvöru eins og iðnarplast, ryðfría íhluti í færibönd, rúllukerfi, lagerkerfi ofl. Einnig verkfæri fyrir iðnað t.d. rafsuðuvélar, skotboltavélar, flotbora ofl.



Employees

Ingimundur Guðmundsson

Framkvæmdastjóri
ingi@ibhehf.is

Trademarks and commissions

Bymat
Merkivélar fyrir ryðfrítt stál
HABASIT
Drifreimar Flutningareimar
HNC Group
Lofttjakkar
Interroll
Tromlumótorar
KVP
Færibönd
Quadrant
Plastefni
REHM
Rafsuðuvélar
ROSSO
Gírmótorar
c