
Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar ehf

VHE sinnir fjölbreyttri þjónustu á sviði véla, vélahönnunar, rafhönnunar og iðnstýringa á eftirfarandi sviðum :
Alverk : Verkefnastjórn, hönnun, smíði og uppsetning á stórum sem smáum vélum eða vélasamstæðum
Samningsverk : Ekkert verk er svo lítið eða stórt að VHE sé ekki tilbúið til að semja um framkvæmdina
Verkfræðiþjónusta : Verkfræðideild VHE sinnir þjónustu vegna vélahönnunar, rafhönnunar, forritunar og bilanaleitar
Varahlutaþjónusta : VHE sinnir viðgerðaþjónustu og sér um að útvega varahluti. Innkaupadeild VHE flytur inn varahluti, þurfi að kaupa þá frá innlendum eða erlendum umboðsmönnum. VHE smíðar varahluti sé um sérsmiðaðar vélar að ræða, eða ef ekki tekst að finna rétta varahlutinn.
Viðhaldsþjónusta : VHE sinnir fjölbreyttri viðhaldsþjónustu fyrir vélbúnað, mannvirki, krana og farartæki. Starfsfólk fyrirtækisins er vel þjálfað til að sinna fyrirbyggjandi viðhaldi, eftirliti, viðgerðum og þjónustu á fjölmörgum sviðum vélbúnaðar og mannvirkja.
Þjónusta VHE á þessu sviði nær yfir :
Viðhald á sjálfvirkum vélum, vélbúnaði og vélasamstæðum
Viðhald á vökvakerfum, vökvamótorum og vökvatjökkum
Viðhald á loftkerfum, loftmótorum og ljofttjökkum
Viðhald á gírum og drifbúnaði
Viðhald á byggingarkrönum
Viðhald á færiböndum, lyftum og færslubúnaði
Viðhald á stálvirkjum og stálgrindarhúsum
Viðhald á Manitou, Steinbock, BT og Fantuzzi lyfturum
Viðhald á Tennant gólfhreinsivélum
Viðhald á Palfinger vökvakrönum
Viðhald á malbikunarvélum
Viðhald á farartækjum og vinnuvélum
Viðhald á Kemppe rafsuðuvélum
Fyrirbyggjandi viðhald og eftirlit með rafmótorum og blásurum
Employees
Unnar Hjaltason
FramkvæmdastjóriEinar Þór Hjaltason
