Mynd af Útfararstofa Svafars og Hermanns ehf

Útfararstofa Svafars og Hermanns ehf


Hjá Útfararstofu Svafars og Hermanns er veitt heildræn þjónusta í öllu er lýtur að útförum.

Allir eiga rétt á legstað í kirkjugarði, óháð trúfélagi. Útfararstofa Svafars og Hermanns annast útfarir óháð trúfélagi og einnig þeirra sem eru utan trúfélaga.

Jarðarfarir og bálfarir eru kveðjuathöfn samfélagsins og tækifæri vina og ættingja að votta hinum látna virðingu sína. Íslendingar hafa lagt mikla rækt við virðuleika í útförum.

Að lokinni kistulagningu er val um hefðbundna jarðarför eða bálför, sé bálför valin fer kistan eftir athöfn í bálstofuna í Fossvogi. Að bálför lokinni er kerið jarðsett eða öskunni dreift. Að öðru leyti er umgjörð öll með sama hætti.

Útfararstofa Svafars og Hermanns er innanhandar frá fyrstu stundu, að nóttu sem degi í síma 571 8222. Við aðstoðum við val á kistu, frágang skjala, svo sem dánarvottorðs o.fl., blómaskreytingar, efnisval, uppsetningu og prentun sálmaskrár, ráðningu hljóðfæraleikara og söngfólks, útvegum kross á leiði og önnumst uppsetningu, ásamt öllu sem upp kann að koma.

Employees

Ingibjörg Halldórsdóttir

Útfararstjóri
ingibjorg@kvedja.is

Svafar Magnússon

Útfararstjóri
svafar@kvedja.is

Hermann Jónasson

Útfararstjóri
hermann@kvedja.is
c