Mynd af Brú Lífeyrissjóður

Brú Lífeyrissjóður

Um Brú lífeyrissjóð

Brú lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga er lífeyrissjóður fyrir fólk sem starfar hjá sveitarfélögunum. Hann hét áður Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga en skipt var um heiti sjóðsins í júní 2016.

Sjóðurinn var stofnaður 28. júlí 1998 með samningi á milli BHM, BSRB og Kennarasambands Íslands (KÍ) fyrir hönd hlutaðeigandi stéttarfélaga annars vegar og hins vegar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Eldri lífeyrissjóðum sveitarfélaga var lokað á sama tíma fyrir nýja sjóðfélaga.


Skylduaðild

Starfsmenn sveitarfélaga sem eru í BSRB, BHM og KÍ eiga kjarasamningsbundna aðild að sjóðnum. Þeir geta valið um að vera í annað hvort A deild eða V deild.

Fulltrúar stofnaðila eiga sæti í stjórn sjóðsins og allir sjóðfélagar eiga rétt á setu á aðalfundum lífeyrissjóðsins með málfrelsi og tillögurétt um hvaðeina er varðar starfsemi sjóðsins.

Aðild að Brú lífeyrissjóði

Á milli eftirtalinna aðila er í gildi kjarasamningur um skylduaðild hlutaðeigandi starfsmanna að Brú lífeyrissjóði.

Samband íslenskra sveitarfélaga

Aðildarfélög BHM

Aðildarfélög BSRB

Deildir Brúar lífeyrissjóðs:

  • A-deild: kjarasamningsbundin aðild starfsmanna sveitarfélaga sem eru í BSRB og BHM, ásamt KÍ.
    • Starfsmenn frá 1. júlí 1998 eru í A-deild.
    • Eldri starfsmenn eiga rétt á að fara í A-deild.
  • V-deild: Er öllum opin.
    • A-deildar félagar geta flutt sig í V-deild.
  • B-deild: Réttindasöfn lokaðra lífeyrissjóða sem sameinuðust í eina deild í júlí 2013:
    • Eftirlaunasjóður starfsmanna Hafnarfjarðarkaupstaðar
    • Lífeyrissjóður Akraneskaupstaðar
    • Lífeyrissjóður Neskaupstaðar
    • Lífeyrissjóður starfsmanna Húsavíkurkaupstaðar
    • Lífeyrissjóður starfsmanna Vestmannaeyjarkaupstaðar

Brú lífeyrissjóður rekur einnig Lífeyrissjóð starfsmanna Reykjavíkurborgar (frá 1999) og Lífeyrissjóð starfsmanna Kópavogsbæjar (frá 2010) en þetta eru svokallaðir eftimannareglusjóðir með sambærileg réttindi og í B-deildinni.

Employees

Gerður Guðjónsdóttir

Framkvæmdastjóri
c