Mynd af Hnjótur - Minjasafn Egils Ólafssonar

Hnjótur - Minjasafn Egils Ólafssonar

Safn/listasafnMinjasafn Egils Ólafssonar að Hnjóti Örlygshöfn varðveitir einstætt safn gamalla muna sem veita okkur innsýn í daglegt líf fólks. Þar er einnig að finna muni sem tengjast atvinnusögu fyrri hluta 20. aldar, þar á meðal sjósókn og eru nokkrir bátar til sýnis í safninu.
Egill Ólafsson var fæddur og uppalinn á Hnjóti og byrjaði ungur að safna munum. Með áhuga sínum og framsýni varð til þetta merka minjasafn sem Egill og kona hans Ragnheiður Magnúsdóttir byggðu upp.
Í safninu er kaffitería og upplýsingamiðstöð.
Minjasafn Egils Ólafssonar var stofnað 22. júní 1983 þegar Egill Ólafsson og kona hans Ragnheiður Magnúsdóttir ábúendur á Hnjóti gáfu Vestur-Barðastrandarsýslu safnið. Egill byrjaði ungur að safna og hélt því áfram til dauðadags. Hann vann ötult starf við að safna munum sem tengjast sögu sunnanverða Vestfjarða.
Safnið er staðsett á leiðinni út á Látrabjarg, 36 km frá Patreksfirði. Í safninu er björt og heimilisleg kaffitería þar sem tilvalið er að stoppa og fá sér kaffi og með því á leiðinni út á Látrabjarg.
Hnjótur Museum in Örlygshöfn in Patreksfjörður, displays a
unique collection of old items from the Southern Westfjords.
The museum shows the history of fishing, farming and
everyday life in the area.
At the museum is an exhibition about the rescue of the British trawler Dhoon that stranded at Látrabjarg cliffs in 1947.
At the museum is an attractive cafeteria and information center.
Other registrations

Opnunartími Opið alla daga frá 1.maí-30.september frá 10-18
Open daily from May 1st to September 30th, 10:00-18:00

Employees

Óskar Leifur Arnarsson

Safnstjóri
museum@hnjotur.is

Kort

c