
Hótel Borg ehf
Hotel and restaurant

Þetta sögufræga hótel var byggt árið 1930 og var endurgert með miklum myndugleik á árunum 2006 til 2008. Fágun og glæsileiki einkenna Borgina sem hefur endurheimt sinn sem ein af gersemum höfuðborgarinnar.
Herbergin eru afar vel búin með glæsilegum parket gólfum og marmara lögðum baðherbergjum. Baðkör og sturtur eru á öllum herbergjum auk alls þess búnaðar sem tilheyra fyrsta flokks hóteli. Guðjón Samúelsson, byggingameistari ríkisins, hafði Art Deco byggingarstílinn að leiðarljósi við hönnun hótelsins á sínum tíma. Á hótelinu eru sérsmíðuð húsgögn í þeim stíl en Art Deco er sem þráður í gegnum hótelið og kemur fram jafnvel í minnstu smáatriðum. Með því að blanda saman húsgögnum, litum og efnum fær hvert herbergi sinn eigin stíl og sjarma.
Svíturnar á Hótel Borg eru afar glæsilegar. Bang & Olufsen flatskjáir, hljómflutningstæki og Hästens hágæðarúm eru meðal þess viðbótar búnaðar sem gestir þeirra njóta. Tveggja hæða turnsvítan er sem toppurinn á tilverunni með frábæru útsýni í allar áttir yfir miðborgina.
Borgin er svo miklu meira en hótel. Hún er upplifun út af fyrir sig með sál og stíl og þessa spennandi blöndu arfleiðar og nútíma.
Verið velkomin á Hótel Borg
Dignified and imposing, Hotel Borg overlooks the beautiful square of Austurvöllur, in the heart of Reykjavík, across from Althingi, the Icelandic parliament and the cathedral. The Borg, which has become one of Reykjavik’s landmarks, is conveniently located within walking distance of variety of restaurants, businesses, souvenir shops, art galleries and specialty shops. The hotel's 99 rooms and suites, with Art Deco style throughout, are elegantly appointed yet offer an extensive array of modern amenities.
Borg Restaurant in Hotel Borg, offers exquisite Icelandic cuisine served in beautiful and stylish surroundings, along with a café and bar.
The Hotel Borg, is located in the center of Reykjavik, Iceland. The hotel is just steps away from a variety of restaurants and shops.
The distance from the international airport is 45 kilometers. The Flybus service departs the airport after every international flight arrival. The driver,when asked, will stop at The Hotel Borg. Upon departing the hotel, the concierge will reserve Flybus seats. Also taxi service and rental cars are available, at the international airport and city center of Reykjavik, Iceland.
