Vinun ehf ráðgjafa og þjónustumiðstöð

Fyrirtækið veitir ráðgjöf og þjónustu fyrir fatlaða, aldraða, langveika og börn. Þjónustan byggir á umönnun, liðveislu, innliti og viðveru. Einnig eru í gangi námskeið, sjálfshjálparhópar og viðtalsmeðferðir.
Hjá fyrirtækinu starfar fjölskyldumeðferðarfræðingur sem er fólki innanhandar að samþætta mál sín og annað það sem þarf að takast á við.
Þjónustan er sveigjanleg og sniðin að þörfum hvers og eins hverju sinni.
Nánari upplýsingar um þjónustu fyrirtækisins er að finna á heimasíðu þess www.vinun.is og í síma 578-9800
Í forstöðu fyrir Vinun er Gunnhildur Heiða Axelsdóttir Fjölskyldumeðferðarfræðingur frá H.Í. Að auki er hún með Dipl.Ed.-próf í uppeldis-og menntunarfræðum frá K.H.Í. með áherslu á þroskaþjálfun og fötlunarfræði frá H.Í. Auk þess er hún menntaður leikskólakennari með mikla reynslu í vinnu með börnum og með fjölda námskeiða að baki.
Hjá Vinun starfar breiður hópur fagfólks sbr. hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, félagsliðar, þroskaþjálfar, einhverfuráðgjafi , auk starfsmanna með langa reynslu af aðhlynningu.
Allir starfsmenn hafa hlotið tilsögn og þjálfun í starfi.
Vinun er til húsa á Laugavegi 59, 4. Hæð og að Meðalholti 8. Gott aðgengi er að Laugaveginum fyrir fólk með skerta hreyfifærni og góð aðstaða til að leggja bíl, bæði fyrir framan Laugaveginn og eins fyrir aftan bygginguna, Hverfisgötumegin. Bílastæðahús er við Hverfisgötuna og hægt að keyra inn í það niður Vitastíg eða koma að því Skúlagötumegin.
Vinun er í síma 578-9800 og skrifstofutími er frá 10.00– 16.00. Betra er samt að hringja á undan sér til að hitta á ráðgjafa. Hér er hægt að senda fyrirspurn gegnum heimasíðu Vinunar www.vinun.is og á netfangið vinun@vinun.is
Employees
Gunnhildur Heiða Axelsdóttir
Eigandi / framkvæmdastjóriÞórunn Guðmundsdóttir
BókhaldSólveig Haraldsdóttir
HjúkrunarfræðingurErna Silvía Árnadóttir
Hjúkrunarfræðingur