Mynd af Samtök rafverktaka

Samtök rafverktaka

Sart

Lógo af Samtök rafverktaka

Telephone 5910100

Borgartún 35, 105 Reykjavík

kt. 4202690729




SART eru samtök fyrirtækja í rafiðnaði. Stærsti hluti félagsmanna eru rafverktakar og rafeindaverktakar, rafvirkjameistarar og rafeindavirkjameistarar sem reka sín eigin fyrirtæki, eru með rafiðnaðarmenn í vinnu og bera faglega ábyrgð á öllum verkefnum fyrirtækisins. Stefna samtakanna er að veita félagsmönnum sínum margvíslega þjónustu og fyrirgreiðslu um hvað eina er snýr að atvinnurekstri og að vera málsvari þeirra gagnvart almenningi og opinberum aðilum.


Kjörorð samtakanna eru: Öryggi, fagmennska.
Helstu verkefnin eru:
Að vinna að aukinni arðsemi fyrirtækja í rafiðnaði
Að annast kjaramál, þ.m.t. gerð kjarasamninga í samstarfi við Samtök atvinnulífsins
Að standa vörð um réttindi og löggildingu rafiðnaðarmanna
Að tryggja þekkingu og færni í greininni með aukinni menntun
Að kynna merki samtakanna sem tákn fyrir gæði, öryggi og fagmennsku í rafiðnaði

SART eru aðilar að SI - Samtökum iðnaðarins og Samtökum atvinnulífsins, sem hafa það að megin markmiði að skapa fyrirtækjum hagstæð skilyrði til að vaxa, þróast og bera arð. Samtökin kappkosta að veita félögum góða þjónustu og að vera öflugur málsvari atvinnulífsins í landinu.

Rafiðnaðarskólinn
SART og RSÍ eiga og reka Rafiðnaðarskólann sem er öflug stofnun á sviði starfs-, endur- og símenntunar. Aðild að SART opnar því fyrirtækjunum aukna möguleika í menntunar-málum starfsmanna og stjórnenda.

SART og Norrænt samstarf
Íslenskir rafverktakar eru í góðu samstarfi við samtök rafverktaka á Norðurlöndunum. Þá á SART aðild að NEUK, sem er samstarfsnefnd norrænna rafvirkja og rafverktaka um eftirmenntun og almenna menntun í greininni. Þessi samvinna hefur nú skipað norrænum rafiðnaðar-mönnum í fremstu röð á sínu sviði.



Employees

Kristján Sigurbergsson

Framkvæmdastjóri
sart@si.is
c