Mynd af Hólaskóli, Háskólinn á Hólum

Hólaskóli, Háskólinn á Hólum

Lógo af Hólaskóli, Háskólinn á Hólum

Telephone 4556300

Other telephone numbers >

Hólar í Hjaltadal, 551 Sauðárkrókur

kt. 5001694359

Starfsemi Háskólans á Hólum heyrir undir Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið og ber ráðherra ábyrgð á að skólinn uppfylli lagaleg skilyrði um gæði menntunar.Frá 1. júlí 2013 lýtur starfsemin lögum um opinbera háskóla, með áorðnum breytingum, og á sama tíma lauk gildistíma laga um búnaðarfræðslu.

,

Háskólinn á Hólum er miðstöð fyrir kennslu og rannsóknir í hrossarækt og hestamennsku, fiskeldi og ferðaþjónustu í dreifbýli. Við skólann er heimilt að starfrækja alþjóðlega deild í hrossarækt og hestamennsku þar sem innheimta má skólagjöld. Stjórn Háskólans á Hólum er heimilt að stofna til kennslu eða rannsókna á öðrum fræðasviðum, enda uppfylli starfsemin skilyrði til viðurkenningar samkvæmt lögum um háskóla.


Stjórn Háskólans á Hólum er falin háskólaráði og rektor. Háskólaráð markar stefnu í kennslu og rannsóknum og mótar skipulag háskólans. Ákvarðanir um skipulagningu fagdeilda háskólans og starfstilhögun eru teknar af háskólaráði.

Framkvæmdaráð og deildir
Við Háskólann á Hólum eru þrjár deildir sem hver um sig ber ábyrgð á þeim námsleiðum og kennslu- og rannsóknaverkefnum sem tilheyra viðkomandi deild. Með samnýtingu mannafla, aðstöðu til tilrauna, kennslutækja sem og annarrar aðstöðu er stefnt að því að efla fjölbreytt vísindastarf og tryggja hagkvæmni í rekstri.
Framkvæmdaráð háskólans sinnir daglegum rekstri og samræmir starf sviða og deilda. Í framkvæmdaráði sitja rektor rektor, deildarstjórar og framkvæmdastjóri skólans.

Employees

Hólmfríður Sveinsdóttir

Rektor
c