KVIKAN - Auðlinda- og menningarhús

Sýningunni JARÐORKU er ætlað að
fræða gesti um undirstöðuatriði
íslenskrar jarðsögu og jarðfræði,
skýra á einfaldan hátt eðli jarðhita,
eldvirkni og jarðskjálfta.
Á Íslandi eru einstök skilyrði til að sjá og rannsaka flest sem varðar jarðfræði, eldvirkni og jarðhita því að landið er ungt og enn í mótun. Segja má að Ísland sé gluggi inn í fortíðina en jafnframt framtíðina. Hér á Íslandi eru stærstu jöklar og þar með jökulár Evrópu, mestu há- og lághitasvæðin, óvenjumikil eld- og jarðskjálftavirkni auk stórbrotinnar náttúru.
JARÐORKU er ætlað að varpa nokkru ljósi á þessa þætti um leið og hún skýrir fyrir gestum hvernig orkan í iðrum jarðar er beisluð til að hita upp þúsundir heimila á Suðurnesjum og sjá íbúum þeirra fyrir fersku drykkjarvatni og nokkurri raforku að auki.
Saga saltfiskverkunar á Íslandi þar sem fléttast inn í saga sjómennsku, þróun skipa, veiða og vinnslu, frá lokum hefðbundinnar verbúðarmennsku til þessa dags.
Sýningin Saltfisksetrið er ljóslifandi saga sjómennsku. Hún er mjög forvitnileg fyrir erlenda ferðamenn, fróðleg fyrir skólafólk sem getur hér kynnt sér mikilvægasta atvinnuveginn og ánægjuleg fyrir hinn almenna Íslending sem fer í helgarbíltúr með fjölskylduna.
Employees
Þorsteinn Gunnarsson
Upplýsingafulltrúithorsteinn@grindavik.com
