Mynd af Harka

Harka



LAKRO gegndreypiefnið hefur verið notað á Íslandi frá því um aldamótin síðustu og Það má með sanni segja að LAKRO 1000 hafi slegið rækilega í gegn á þeim árum sem það hefur verið á íslenskum markaði. Efnið er ætlað að rykbinda, þétta og styrkja gólf á iðnaðarhúsum og bílastæðum með því að bindast steypunni. Þannig styrkist yfirborð gólfsins og nær hörku á við stál. Efnið byggir á sílikötum og er algjörlega án allra eiturefna eða efna sem skaða umhverfi og náttúru.

Munurinn á gegndreypiefni og yfirborðsefnum eins og t.d. málningu er að yfirborðsefni flagna eða eyðast með tímanum en gegndreypiefnið helst í gólfinu og endist líftíma steypunar. Þannig fer gegndreypiefnið inn í gólfið og verður hluti af yfirborðinu.

Með öðrum orðum þá getur þú verið með viðhaldsfrítt gólf um aldur og æfi. Gólfið verður bara sterkara og sterkara með árunum. Gólfið verður sterkt sem stál og þolir alla almenna notkun og þegar fullri hörku er náð verða nagladekk ekkert vandamál.
Að auki verður gólfið algjörlega rykfrítt þar sem ekkert kvarnast upp úr því.

Lakro er bara selt ákomið á gólf. Það er vegna þess að ákveðinar þekkingar er þörf til að rétt sé unnið við álagningu.
Aðeins líða nokkrir klukkutímar frá því að verk er hafið þangað til meðhöndlað gólf er tilbúið til notkunar aftur.
Verktími er þó háður hitastigi. Þannig væri t.d. hægt að meðhöndla flöt í bílastæðahúsi meðan flestir eru á braut vegna starfa.

Ef þú ákveður að láta Lakro gegndreypiefni á gólfið hjá þér þá ertu komin í hóp með aðilum eins og: Húsasmiðjunni, Byko, Samskipum, Flugleiðum, Síldarvinnslunni á Neskaupsstað, Sigurplasti, Leifsstöð, Vélsmiðjunni Norma, Sindrastáli, Agli Skallagrímssyni, Íslandspósti, Landvirkjun, Atlantsskipum, TVG Ziemsen, Á Guðmundssyni húsgagnagerð, Bílastæði í Mánatúni, Gullsmára, Boðaþingi og í Skugga.
Bananar hf, John Linsay, Inness og Garri ásamt nýju viðhaldskýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli eru allt aðilar með Lakro á sínum gólfum. Síðustu verkefnin voru fyrir Köfunarþjónustuna og Bílastæðahús fyrir Eik fasteignafélag í Borgartúni og Suðurlandsbraut.
Framundan eru síðan bílastæðahús hjá Reykjavíkurborg.

Ef þú vilt kynna þér þessa lausn nánar hafið þá endilega samband á harka@harka.is og þér verður svarað eins flótt og auðið er.



Lakro LSC gengur inn í gólfið og verður hluti af því. Þegar það hefur þornað er pússað yfir með æ fínni púðum þar til góður glansi hefur náðst.

Til að ná fullkomnum glansa er Lakro Shine úðað yfir í lokin og síðan pússað með mjög fínum púða.

Það skal þó tekið fram að Lakro Shine fer ekki inn í gólfið nema að litlu leiti og þarf því að endurtaka þá meðhöndlun reglulega.

Glanskerfið er notað víða, t.d. í verksmiðjum, verslunarmiðstöðum, bílastæðum, skólum og sjúkarstofnunum svo eitthvað sé nefnt.

Með þessari aðferð verður gólfið mjög sterkt, þétt og rykbundið.

Kostir Harka Glans kerfisins eru m.a.

  • Kerfið vinnur í gólfinu en ekki á, þar af leiðandi er ekkert sem flagnar.
  • Ódýrara en flest önnur kerfi.
  • Gólfið verður miklu ljósara.
  • Mjög auðvelt að þrífa þar sem gólfið er nánast orðið alveg þétt. Sérstaklega ef Lakro Shine er notað líka.
  • Endist miklu lengur en flest málning.

Employees

Jón Örn Kristleifsson

Framkvæmdastjóri
898 4880
harka@harka.is
c