Mynd af Bútur ehf

Bútur ehf

PÍPULAGNINGAÞJÓNUSTA AKUREYRI



Í júní árið 1990 stofnuðu Þorgrímur Magnússon pípulaningarmeistari og eiginkona hans Ragna Þórarinsdóttir Pípulagningarþjónustuna Bút.

Árið 1994 eignaðist Bútur húsnæði að Frostagötu 1 á Akureyri en flutti þaðan árið 2001 í nýtt húsnæði að Njarðarnesi 9 þar sem starfsemin er enn.
Í fyrstu voru aðeins eigendur sem unnu við fyrirtækið en fljótt fjölgaði starfsmönnum og hafa þeir verið mest sautján talsins.

Árið 2006 eignuðust synir þeirra, Þórarinn Valur, Ragnar Már sem báðir eru pípulagnigarmeistarar og Ólafur Örn sem er viðskiptafræðingur og sér um skrifstofu, hlut í fyrirtækinu.

Fyritækið hefur vaxið jafnt og þétt. Með góðann mannauð, aðstöðu og mikið af tækjum og búnaði, er Bútur vel í stakk búinn til að sinna hvaða pípulagna verkefni sem er.



Bútur hefur um árabil leigt út lyftur til einstaklinga sem og fyrirtækja.


Employees

Þorgrímur Magnússon

Stjórn
butur@butur.is

Ólafur Þorgrímsson

Framkvæmdastjóri
butur@butur.is
c