Mynd af Haustak hf

Haustak hf

Haustak var stofnað árið 1999 og er í eigu Vísis hf. og Þorbjarnar hf. í Grindavík, en fyrirtækið er stærsta fiskþurrkunarfyrirtæki á Íslandi og sérhæfir sig í þurrkun á hinum ýmsu fiskafurðum.



Haustak er staðsett á Reykjanesinu rétt hjá hinum fagra Reykjanesvita og hefur verið þar frá árinu 1999.



Árið 2006 festu þeir einnig kaup á fiskþurrkun sem staðsett er á Egilsstöðum og hefur framleiðslan aukist með því.

Í dag starfa um 50 manns hjá fyrirtækinu og er afurðin mest megnis þurrkuð innandyra í svokölluðum þurrkklefum en einnig er haldið í gömlu góðu tímana og er því hluti framleiðslunnar þurrkaður utandyra á hjöllum.

Nigería er sá markaður sem er hvað stærstur og stöðugastur fyrir þurrkaðan fisk en þangað fer mest allur hluti framleiðslunnar.

Varðandi sölu eða nánari upplýsingar vinsamlegast hafið samband við Víking Þóri í síma 421-6914 eða með tölvupósti á netfangið vikingur[at]haustak.is

Almennar upplýsingar um Haustak:
Haustak hf Reykjanesi - Vitabraut 3 230
Hafnir - Sími: 421-6914 -Fax: 421-7713 - This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.">haustak@haustak.is
Haustak hf Egilsstöðum -Valgerðastaðir 1 - Sími: 471-2080 - Fax: 471-2077 - This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.">haustak@haustak.is
Reikningar sendist á skrifstofu Haustaks: Hafnargötu 12 240 Grindavík


Employees

Víkingur Þ. Víkingsson

Framkvæmdastjóri
c