Mynd af FIT félag iðn- og tæknigreina

FIT félag iðn- og tæknigreina

Lógo af FIT félag iðn- og tæknigreina

Telephone 5356000

Stórhöfði 31, 110 Reykjavík

kt. 4105032040



FIT er stéttar- og fagfélag fyrir iðnaðarmenn og starfsfólk í tæknigreinum en megintilgangur þess er að auka fjárhagslegt öryggi og lífsgæði félagsmanna.

- Hagmunagæsla fyrir félagsmenn er aðalverkefni félagsins sem segja má að grundvallist á neðangreindum stoðum:

Á grundvelli mánaðarlegra gjalda frá félagsmönnum og vinnuveitendum þeirra starfrækir félagið fimm sjóði;

Félagssjóð með það að markmiði að auka gæði og þjónustu við félagsmenn.



Sjúkrasjóð með það að markmiði að styðja fjárhagslega við félagsmenn verði þeir fyrir áföllum sem leiða til (a) tekjutaps vegna fjarveru frá vinnu eða (b) aukinna útgjalda vegna veikinda.

Orlofssjóð með það að markmiði að auka orlofsmöguleika fólks bæði innanlands og erlendis en sjóðurinn á 27 orlofshús á Íslandi en býður aðra valkosti erlendis.

Menntasjóð með það að markmiði að styrkja félagsmen til að sækja margskonar námskeið tómstunda eða atvinnutengd.

Félagið styður jafnframt með beinum og óbeinum hætti við hvers kyns sí- og endurmenntun félagsmanna, einkum í gegnum fagtengdar fræðslumiðstöðvar.

Verkfallssjóð í þeim tilgangi að veita félagsmönnum fjárhagslega aðstoð komi til verkfalls .

- Hvers kyns upplýsingar, aðstoð eða ráðgjöf um kjara- og starfstengd mál eru einnig veittar til félagsmanna og vinnuveitenda þeirra á skrifstofu félagsins.

FIT er aðili að Samiðn sem jafnframt er aðili að ASÍ.



Employees

Hilmar Harðarson

Formaður
fit@fit.is
c