Mynd af Sporður hf

Sporður hf

Árið 1952 stofnuðu Egill Karlsson og Lúðvík Ingvarsson hlutafélagið Sporð. Upphafið má þó rekja til áranna 1947-1948 en þá hóf þáverandi sýslumaður Suður-Múlasýslu, Lúðvík Ingvarsson, tilraunir til verkunar á harðfiski. Þar byggði hann á eigin reynslu og annarra, að fiskur sem frystur er við vægt frost er “sætari og bragðmeiri” en ferskur fiskur eða hraðfrystur. Hlutafélagið keypti gamalt sláturhús, breytti því í frystihús, sem enn er notað til flökunar og frystingar. Einnig var keyptur gamall herbraggi sem var notaður við þurrkunina, bragginn er enn í notkun. Veturinn 1951 - 1952 var allur búnaður settur upp til frystingar og þurrkunar og rekstur hófst síðan árið 1952. Óhætt er að segja að varan, sem gekk undir nafninu “Sætfiskur” hafi slegið í gegn, enda heilnæm og holl náttúruafurð sem eingöngu er framleidd úr fersku úrvalshráefni án notkunar aukaefna. Allt ferli vinnslunnar er handavinna og nostur sem líkja má við framleiðsluaðferðir dýrustu vína. Vinnsluaðferð á harðfiskinum hefur lítið breyst í áranna rás. Fyrirtækið hefur frá upphafi verið rekið af sömu fjölskyldu á Eskifirði.Harðfiskurinn er seldur víða um Ísland m.a. í verslun Islandica í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Employees

Atli B. Egilsson

Framkvæmdastjóri
bea@mmedia.is
c