Mynd af Krýsuvíkurskóli, vist- og meðferðarheimili

Krýsuvíkurskóli, vist- og meðferðarheimili

Lógo af Krýsuvíkurskóli, vist- og meðferðarheimili

Telephone 5655612

Austurgata 8, 220 Hafnarfjörður

kt. 5609911189



Langtímameðferð fyrir vímuefnaneytendur.

Meðferð - Nám - Vinna

Um okkur – fyrir ykkur

Meðferðin hefur verið í stöðugri þróun síðan haustið 1997 og er það eitt af aðaleinkennum hennar að vera að taka endalausum breytingum dag frá degi.

Þessi mikli sveigjanleiki í innra starfi gerir það að verkum, að auðveldara er að mæta þörfum skjólstæðinga, mun meir en gengur og gerist í almennum meðferðum og veitir sértækum úrræðum meira rými til aðgerða.

Meðferðarheimilið í Krýsuvík er framsæknasta meðferðarúræði í Evrópu sem völ er á í dag.

Vímuefnaráðgjafar Krýsuvíkur eru með alþjóðleg ICRC réttindi í vímuefnaráðgjöf á sviði fíknisjúkdóma.

Meðferðin er hágæða einstaklingsmiðuð langtímameðferð þar sem öll vinna við skjólstæðinga er unnin af fagfólki og er leitast við eftir fremsta megni að hjálpa/leysa þá hluti í fari skjólstæðings, sem hafa tafið hann í þroska eða haldið honum utan við samfélagið í lengri eða skemmri tíma.

Mikil samvinna við aðra fagaðila hefur einkennt starf meðferðarinnar og hefur þessi aðkoma annarra skilað sér til skjólstæðinga með miklu meiri árangri en gengur og gerist í sambærilegum meðferðum.

Krýsuvík er að mörgu leyti einkar hentugur staður til þess að bjóða upp á meðferð af þessu tagi, fjarri höfuðborginni í kyrrð og ró með mikilfenginni náttúru.

Sjónarhóll

Sjónarhóll áfangaheimili, var stofnað síðla árs 2017. Pláss er fyrir 5 konur, sem hafa lokið áfengis- og vímuefnameðferð, og eru að fóta sig eftir meðferðina. Sótt er um dvöl á Sjónarhóli af ráðgjöfum á meðferðarheimili/stöðum eða viðkomandi einstaklingi. Innritun á Sjónarhól er alla jafna beint eftir meðferð. Hægt er að hafa samband við skrifstofu í síma 565 5612 eða Helenu Mjöll Jóhannsdóttir forstöðumanni á netfangið sjonarholl@krysuvik.is

Heimiliskonur hafa allar með höndum dagleg verkefni innan heimilisins. Um leið og þær fá handleiðslu við að sinna áfram sínu bataferli til að standa á eigin fótum svo sem að sækja AA fundi, markmiðasetja sig og sinna áhugamálum.




Employees

Elías Guðmundsson

Framkvæmdastjóri
elli@krysuvik.is
c