
Prentsmiðjan Nýprent ehf

Nýprent ehf er prentsmiðja og auglýsingastofa á Sauðárkróki. Nýprent heldur úti vefnum feykir.is.
Nýprent gefur út vikulega auglýsinga- og dagskrárritið Sjónhornið og fréttablaðið Feykir.
Feykir kemur út á fimmtudögum, 48 sinnum á ári og er alla jafna 12 síður. Feykir hefur komið út óslitið síðan á vordögum 1981. Blaðið segir fréttir af Norðurlandi vestra og að sjálfsögðu fá dægurmálin stóran sess í blaðinu. Meðal fastra þátta í blaðinu eru matarþættir, áskorendapenninn og liðið mitt að ógleymdum vísnaþætti sem nálgast að hafa birst 500 sinnum.
