Mynd af Ökukennsla Eggerts Vals Þorkelssonar

Ökukennsla Eggerts Vals Þorkelssonar



Eggert Valur hefur verið einn vinsælasti ökukennari landsins um langa hríð. Hann hefur lokið öllu nauðsynlegu námi og námskeiðum fyrir alla réttindaflokka í ökukennslu. Eggert hefur áratugalanga reynslu af akstri margvíslegra tækja og hefur því miklu að miðla. Hann hefur m.a. unnið við akstur stórra malarflutningabíla, tengivagnsbíla, langferðabíla, fólksbíla og ekur mótorhjólum í frístundum.

Eggert er félagi í fagfélagi ökukennara, Ökukennarafélagi Íslands, og er einn af eigendum Ökuskólans ehf (okuskolinn.is).

Hvenær má hefja ökunám?

Lögum samkvæmt er heimilt að hefja ökunám á bifreið og bifhjól þegar 16 ára aldri náð. Heimilt er að hefja nám á létt bifhjól (vespu) þremur mánuðum áður en 15 ára aldri er náð.

Hvernig fer námið fram?

Námið skiptist í bóklegan- og verklegan hluta. Bóklega námið fer fram hjá Ökuskólanum ehf. (linkur: okuskolinn.is). Þar fá nemendur fræðslu um allt sem viðkemur ökutækinu og umferðarlögum sem og almennan undirbúning fyrir skriflega ökuprófið. Verklegi hlutinn felst hins vegar í einkakennslu hjá ökukennaranum. Þegar nemendur hafa lokið bóknáminu og náð ákveðnum fjölda kennslutíma geta þeir fengið heimild til æfingaaksturs með leiðbeinanda (t.d. foreldrum eða forráðamönnum). Ökukennarinn undirbýr síðan nemandann fyrir verklega prófið.



Employees

Eggert Valur Þorkelsson

Ökukennari
eggert@bifhjolakennsla.is
c