Mynd af Einingaverksmiðjan ehf

Einingaverksmiðjan ehf

Lógo af Einingaverksmiðjan ehf

Telephone 4148700

Breiðhöfði 10, 110 Reykjavík

kt. 4809051640



Einingaverksmiðjan sérhæfir sig í framleiðslu forsteyptra eininga til byggingaframkvæmda. Fyrirtækið er í forystu á sínu sviði og býr yfir mikilli þekkingu á þessu hagkvæma og viðurkennda byggingarformi. Tækjabúnaður og sérhæfð þekking gerir fyrirtækinu kleift að afgreiða bæði stór og smá byggingaverkefni fljótt og örugglega.

Gæði í gegn - Framleiðsla okkar er sérhönnuð fyrir íslenskar aðstæður. Það hefur sýnt sig að hún reynist afar vel. Húsin frá okkur þurfa lítið viðhald og þola það fjölbreytilega veðurfar sem hér ríkir.Auk þess er framleiðslan undir stöðugu eftirliti, bæði innra gæðaeftirliti okkar og opinberueftirliti Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Allar helstu framleiðslulínur okkar eru auk þess gerðarvottaðar og unnar samkvæmt ISO 9001 staðlinum.



Umhverfisstefna - Okkur er annt um umhverfið og orðspor okkar. Því höfum við fastmótaða umhverfisstefnu og leggjum mikið upp úr að allir starfsmenn fyrirtækisins þekki hana og hagi starfi sínu í samræmi við gildandi lög og reglur um umhverfismál. Öllum byggingarframkvæmdum fylgir óhjákvæmilega rask en með því að byggja úr forsteyptum einingum er það rask mun minna en ella. Hávaða- og sjónmengun af framkvæmdunum er sömuleiðis lítil. Flutningur aðfanga, byggingarefnis og starfsfólks að byggingarstað er einnig mun minni. Steypumótin eru margnota og tekið er tillit til umhverfisáhrifa við innkaup aðfanga. Úrgangi er fargað með öruggum hætti og leggjum við áherslu á að farið sé sparlega með auðlindir.

Öryggismál - Með heilsu- og öryggisstefnu okkar sköpum við starfsfólki okkar og öllum sem aðframkvæmdum koma öruggt og tryggt starfsumhverfi. Starfsmenn okkar eru vel þjálfaðir áður en þeir hefja störf hjá fyrirtækinu, verkferlar eru skýrir og lögð rík áhersla á notkunöryggisbúnaðar í starfi.



Employees

Sigurbjörn Óli Ágústsson

Framkvæmdastjóri
soa@ev.is
c