Mynd af Hrunamannahreppur

Hrunamannahreppur

Community/Government



Í Hrunamannahreppi búa um 800 manns. Flúðir er þéttbýliskjarni þar sem leik- og grunnskóli, sundlaug, íþróttahús, félagsheimili, bókasafn og fleiri þjónustufyrirtæki eru til húsa. Sveitarfélagið leggur áherslu á að veita íbúum sínum, fyrirtækjum sem og öllum þeim sem til þess leitar eins góða þjónustu og mögulegt er.



Það er óhætt að segja að mannlíf og menning blómstri í Hrunamannahreppi. Boðið er upp á margvíslegt félagslíf fyrir unga jafnt sem aldna og ættu allir að finna hér eitthvað við sitt hæfi. Mjög blómlegt tónlistar- og söngstarf er í uppsveitum Árnessýslu og starfa hér hvorki fleiri né færri en fimm kórar. Einnig er mikil gróska í íþróttastarfi í Hrunamannahreppi. Mörg félög og félagasamtök eru starfandi og eru félagsmenn ötulir í sinni vinnu. Í Byggðasafninu í Gröf og á Samansafninu á Sólheimum má skoða ýmsa gamla muni frá fyrri tíð sem tengdir eru búskap og byggð hér í sveit.



Hrunamannahreppur hefur í gegnum tíðina verið vinsæll áfangastaður fyrir innlenda og erlenda ferðamenn enda veðursæld mikil. Hér má finna ýmislegt sér til afþreyingar. Má þar meðal annars nefna sundlaug, tvo golfvelli, sparkvöll, körfuboltavelli, hestaleigu svo fátt eitt sé nefnt. Yfir sumarmánuðina fjölgar gestum sveitarfélagsins svo um munar. Þá er boðið upp á ýmsar uppákomur og má þar meðal annars nefna Bylgjulestina, Furðubátakeppni og Traktorstorfæru.



Á Hrunamannaafrétti er að finna fjóra gangnamannakofa/sæluhús sem eru hafðir til útleigu á sumrin.

Umsjónarmaður fjallaskála Hrunamannahrepps er Styrmir Þór Þorsteinsson. Hann tekur við pöntunum í síma 8978894.



Employees

Aldís Hafsteinsdóttir

Sveitarstjóri
hruni@fludir.is
c