Mynd af Múlalundur

Múlalundur

Vinnustofa SÍBS



Múlalundur vinnustofa SÍBS er öflugt þjónustu- og framleiðslufyrirtæki í Mosfellsbæ sem rekið er af SÍBS í því skyni að skapa störf fyrir fólk með skerta starfsorku. Þar starfar saman fjölbreyttur hópur fólks með og án örorku og eftirspurn eftir störfum er mikil. Kaup á vörum og þjónustu af Múlalundi hafa bein áhrif á framboð starfa og eru einföld og árangursrík samfélagsverkefni. Flestir fá vörurnar sendar til sín daginn eftir séu þær til á lager, annars strax að verki loknu. Starfsmenn eru tæplega 50 í um 25 stöðugildum en um 80 manns gefst færi á að spreyta sig árlega við störf á Múlalundi.


Tekjur Múlalundar koma að mestu af sölu á vörum og þjónustu og er það nær einsdæmi í starfsemi sem þessari. Múlalundur selur eigin framleiðslu og vörur frá innlendum og erlendum birgjum, auk þess að taka að sér fjölbreytt verkefni sem oft eru mannfrek. Múlalundur býður skrifstofuvörur af ýmsu tagi en einnig er um að ræða aðra vöru og þjónustu fyrir viðskiptavini um allt land. Sérframleiðsla er stór hluti af starfsemi Múlalundar þar sem vara er hönnuð í samráði við viðskiptavini og sniðin að þörfum þeirra.


Saga Múlalundar nær allt aftur til ársins 1959 þegar sjúklingasamtökin SÍBS stofnuðu vinnustofu fyrir öryrkja sem áttu í erfiðleikum með að fá störf við hæfi eftir endurhæfingu. Frá upphafi hafa viðskiptavinir Happdrættis SÍBS verið bakhjarl Múlalundar með kaupum á happdrættismiðum.



Múlalundur býður upp á fjölbreytt vöruúrval sem viðskiptavinir geta nálgast í verslun eða vefverslun fyrirtækisins. Þar er bæði um að ræða vörur framleiddar á Múlalundi og vörur sem Múlalundur kaupir af innlendum og erlendum birgjum. Þessu til viðbótar þjónustum við fjölbreyttan hóp fyrirtækja og einstaklinga með verkefni og sérhannaða vöru.
Hafið samband við sölumenn okkar fyrir nánari upplýsingar.





Other registrations

Opnunartímar mán- fös.: 8:00-16:00. Sendum um allt land.

Employees

Sigurður Viktor Úlfarson

Framkvæmdastjóri
mulalundur@mulalundur.is

Kort

c