Mynd af Nátthagi garðplöntustöð

Nátthagi garðplöntustöð

Opið mánudaga – laugardaga 10.00 – 18.00. Lokað á sunnudögum.




Framleiðum og seljum mikið úrval af trjám og runnum til ræktunar í görðum, skjólbeltum og skóglendum. Einnig mikið úrval af sérstökum plöntum eins og lyngrósum/alparósum, sígrænum dvergrunnum, klifurplöntum, harðgerðum villirósum og antikkrósum, berjarunnar í úrvali og nú síðast ein 80 mismunandi ávaxtayrki af eplum, perum, plómum og kirsuberjum.



Við seljum einnig gjafabréf. Fín gjöf allt árið! Fyrirspurnir sendist á natthagi@centrum.is




Smelltu á tenglana hér fyrir neðan til að skoða úrvalið í mismunandi plöntuflokkum.

Sjá einnig facebooksíðu undir "Nátthagi Garðplöntustöð".

Listarnir eru uppfærðir öðru hvoru, en af sumum sjaldséðari tegundum eru bara til örfáar plöntur og því getur verið sniðugt að senda netpóst og spyrja sérstaklega hvort tegundin sé til.

1. Tré sem verða hærri en 3 metrar

2. Skrautrunnar: jarðlægir, litlir, lágir, stórir, háir eða umfangsmiklir.

3. Skógarplöntur

4. Limgerðisplöntur og skjólbeltaplöntur, hraðvaxta og hægari, fíngerðar og grófar í klippt og óklippt limgerði.

5. Aldintré og berjarunnar til sölu haustið 2015. Mín eigin íslenska framleiðsla á ávaxtatrjám af epla-, peru-, plómu- og kirsuberjatrjám. Margar sortir. Öll í 7,5-10 lítra pottum og um 1,8-2,0 metra há.

6. Sígrænir runnar og tré. Alls konar: dvergvaxnir, kúlulaga, súlulaga, hreiðurlaga, jarðlægir, flatvaxnir, slútandi og upp í stór tré og stóra runna.

7. Alparósir / lyngrósir / róslyng, margra ára reynsla af ræktun þeirra í Nátthaga.

8. Klifurplöntur: bergsóleyjar (bleikar, hvítar, bláar, gular), bergfléttur, skógartoppur.

9. Rósir: villirósir, antikkrósir, finnskar rósir, klifurrósir.

10. Saga Nátthaga og nokkrar myndir af breytingum úr hrjóstrugum, nauðbitnum, trjálausum móa, mel og jökulurð í gróðurvin



Other registrations

Opið mánudaga – laugardaga 10.00 – 18.00. Sunnudaga lokað.

Employees

Ólafur Sturla Njálsson

Garðyrkjusérfræðingur
6984840
natthagi@natthagi.is

Kort

c