Mynd af Analytica ehf

Analytica ehf


Analytica ehf. veitir óháða og virðisaukandi fjármálaráðgjöf með áherslu á fjár- og áhættustýringu og fjárfestingaráðgjöf til fagfjárfesta. Sérstaða fyrirtækisins liggur í áratuga reynslu og sérþekkingu starfsmanna, ekki hvað síst á sviði áhættustýringar og gjaldeyrismála. Fyrirtækið var stofnað árið 1993. Starfsemin var lengst af tengd Ráðgjöf og efnahagsspám ehf. í gegnum stofnanda þess, Yngva Harðarson, hagfræðing. Analytica veitir eftirfarandi þjónustu:

  • Fjármálaráðgjöf til fyrirtækja, fjármálastofnana og opinberra aðila.
  • Ráðgjöf um fjár- og áhættustýringu.
  • Ráðgjöf um gjaldmiðla- og skuldastýringu.
  • Ráðgefandi þjónusta á sviði eignastýringar.
  • Ráðgjöf um hrávörumarkaði.
  • Ráðgjöf varðandi fjármögnun og skuldbreytingar.
  • Verðmat fyrirtækja, eignasafna og lánasafna.
  • Fjármálarannsóknir, hagrannsóknir og greining fjármálamarkaða.
  • Sérsniðin námskeið um fjár- og áhættustýringu.
  • Fullkominn þjónustuvefur fyrir viðskiptavini í gjaldmiðla- og skuldastýringu.

Nafnið, Analytica , vísar til aðferða sem beitt er við úrlausn verkefna fyrir viðskiptamenn. Að baki ráðgjöf liggur fagleg greining sem byggð er á sérþekkingu og reynslu með langtímahagsmuni viðskiptavina að leiðarljósi.

Orðið Analytica á rætur að rekja til grísku en hugtakið vísar til ferlis fyrir ályktanir.

Upplýsingar um leiðandi hagvísi Analytica og síðustu fréttir er að finna undir flipanum Fréttir. Nýjasta fréttin er hér .



Employees

Yngvi Harðarsson

Framkvæmdastjóri
yngvi@analytica.is
c