Mynd af Urtasmiðjan ehf

Urtasmiðjan ehf




Urtasmiðjan er íslenskt fyrirtæki sem framleiðir húðvörur úr íslenskum heilsujurtum. Framleiðslan byggir á gömlum hefðum við notkun lækningajurta, svo og nútíma þekkingu og rannsóknum á hollustu og heilsubætandi áhrifum jurtanna.



Ómenguð íslensk náttúra

Hér á landi vaxa jurtirnar í sínu náttúrulega umhverfi, í hreinu loftslagi og ómenguðum jarðvegi. Í íslensku veðurfari vaxa jurtirnar mun hægar en þar sem hlýrra er og hafa rannsóknir sýnt að þeim mun meira af virkum efnum innihalda þær. Íslenskar jurtir eru því sérlega kraftmiklar og hafa sérstöðu hvað gæði snertir. Jurtirnar eru handtíndar á þeim tíma þegar virkni þeirra og kraftur er hvað mestur. Sérhver jurt er meðhöndluð af alúð og nákvæmni, til þess að eiginleikar hennar komi að sem mestu gagni.

Hrein náttúruafurð

Markmið Urtasmiðjunnar frá upphafi er að framleiða hreina náttúruvöru. Uppistaðan í framleiðslunni eru villtar jurtir úr íslenskri náttúru og lífrænt ræktaðar jurtir, íslenskt fjallavatn, náttúrulegt hráefni, s.s. rotvörn, þráavörn og sólarvörn, sem stuðla að heilnæmi og hollustu vörunnar. Nákvæm blanda af sérvöldum jurtakrafti, (essential oils) er valin fyrir hverja tegund framleiðslunnar til að auka áhrifamátt jurtanna. Engin kemisk ilm- eða litarefni eru notuð í framleiðsluna.

Urtasmiðjan notar í allar vörurlínur sínar fjölómettaðar jurtaolíur sem innihalda Omega3 og Omega6 fitusýrur en þær innihalda vítamín og önnur næringarefni sem eru húðinni nauðsynleg og mikilvæg til að örva endurnýjun húðfrumanna. Olíurnar eru ekki feitar, ganga fljótt og auðveldlega inn í húðina, vernda, mýkja og næra og gefa henni mýkt og teygjanleika, bæta trega blóðrás og tefja fyrir ótímabærri öldrun hennar. Olíurnar henta öllum húðgerðum. Til að varna þránun er náttúrulegu E vítamíni bætt í olíurnar.

Græðir, mýkir, endurnærir

Urtasmiðjan hefur sérhæft sig í að framleiða krem, áburði og olíur til notkunar útvortis úr græðandi jurtum, sem þekktar eru fyrir áhrifamátt sinn við margskonar húðvandamálum og viðurkenndar fyrir hollustu og heilnæm áhrif til heilsubótar.



Urtasmidjan is an Icelandic company producing skin products from Icelandic herbs. The manufacture is based on age-old traditions regarding the use of the herbs along with modern methods and knowledge in the composition and healing powers of the herbs.

In Iceland the herbs grow in the nature, in clean, pure air and soil. The herbs grow slower in the Icelandic climate than they do in warmer climates and research has shown that the slower the herbs grow the more potent they are. The herbs are gathered by hand and they are treated in a precise way to maximize and ensure their potency.

Urtasmidjan has had as it’s goal from the beginning to produce a pure, clean product. The product is only made from herbs and natural products; pure herbal oils and bee’s wax. A precise mixture of specially selected essential oils help make the herbs more potent and natural vitamin E oil is used as a conservative. No artificial colourings or fragrances are used in these products.

Urtasmidjan has specialized in making salves and oils for external use, using herbs that are known for their effects on many types on skin problems.



Employees

Gígja Kjartansdóttir Kvam

Eigandi
gigja@urtasmidjan.is

Roar Kvam

Framkvæmdastjóri

Kort

c