Mynd af Sjóferðir H & K ehf

Sjóferðir H & K ehf

Um fyrirtækið

Ísfirska ferðaþjónustufyrirtækið sem nú heitir Sjóferðir Hafsteins og Kiddýjar ehf. byrjaði ,,úr engu" árið 1983 - fyrir tilviljun en ekki af ásetningi. Vöxturinn hefur verið hægur og rólegur en ekki í neinum stökkum.

Sjóferðir Hafsteins og Kiddýjar eru dæmigert fjölskyldufyrirtæki. Fjölskyldufaðirinn, Hafsteinn Ingólfsson kafari, byrjaði aleinn á sínum tíma en sumarið 1997 voru stöðugildin orðin fimm, eins og það er kallað - Hafsteinn og eiginkona hans, Guðrún Kristjánsdóttir (Kiddý), ásamt sonum sínum og tengdadætrum.

Formlega séð er fyrirtækið Sjóferðir Hafsteins og Kiddýjar ehf. bráðungt fyrirtæki, ekki stofnað fyrr en árið 1998. Fram að þeim tíma hafði ferðaþjónustan verið rekin á kennitölu Köfunarþjónustu Hafsteins Ingólfssonar.

Employees

Hafsteinn Ingólfsson

Framkvæmdastjóri
c