Þurranes

Gisting í Þurranesi.
Uppbúin rúm eða svefnpokapláss
Stakar nætur eða heilar vikur í faðmi sveitalífsins!
Í ferðaþjónustunni í Þurranesi er boðið upp á gistingu í þemur húsum, eldra einbýlishúsi og nýjum sumarhúsum.
Eldra húsið er rúmlega 80 m2. Í því eru þrjú svefnherbergi, setustofa, eldhús og baðherbergi með sturtu. Í eldhúsinu er ísskápur og nauðsynleg eldhúsáhöld.
Í setustofunni er sjónvarp og lesefni.
Heitur pottur við öll hús.
Boðið er upp á svefnpokapláss og uppbúin rúm fyrir allt að 8 manns.
Hægt er að tjalda í nágrenni við húsið.
Nýja sumarhúsið sem tekið var í notkun vorið 2008 er 43 m2. Í því eru tvö svefnherbergi með tvíbreiðum rúmum og svefnloft með dýnum og tekur því að minnsta kosti 6 manns. Baðherbergi með sturtu og í eldhúskróknum er ísskápur og nauðsynleg eldhúsáhöld. Í stofunni er sjónvarp
Ferðaþjónustan í Þurranesi er opin allan ársins hring!
Employees
Ólafur Gunnarsson
Eigandi / framkvæmdastjóriIngunn Jóna Jónsdóttir
Eigandi