Mynd af Grundarfjarðarbær

Grundarfjarðarbær

Grundarfjörður er vaxandi bær við Breiðafjörð. Bærinn stendur við samnefndan fjörð nálægt miðri norðurströnd Snæfellsness. Staðurinn skartar óvenjulegri náttúru og veðurfari og er fjallið Kirkjufell hans helsta kennileiti. Þéttbýli byrjaði að myndast á núverandi bæjarstæði um 1940.

Grundarfjörður hefur vaxið jafnt og þétt síðan og hefur fólksfjölgun verið stöðug. Sveitin sem bærinn stendur í hefur frá fornu fari heitið Eyrarsveit og eru íbúar tæpt þúsund.

Helsti atvinnuvegur Grundfirðinga er sjávarútvegur og starfar um helmingur vinnuafls við þá atvinnugrein. Ýmis þjónusta og iðnaður hefur verið vaxandi í Grundarfirði. Bærinn þykir einkar fallegur og snyrtilegur og hefur hlotið margar viðurkenningar fyrir snyrtilegt umhverfi.

c