Mynd af Hrafnista Kópavogi

Hrafnista Kópavogi

Dvalarheimili aldraðra sjómanna, Hrafnista, tók fyrst til starfa á Sjómannadaginn 2. júní 1957 í Reykjavík. Tveimur áratugum síðar, á Sjómannadaginn 5. júní 1977 var Hrafnista í Hafnarfirði tekin í notkun. Heimilin voru byggð fyrir forgöngu stéttarfélaga sjómanna í Reykjavík og Hafnarfirði. Þau mynda með sér Sjómannadagsráð, sem stofnað var 25. nóvember 1937.

Árið 1939 ákvað Sjómannadagsráð að beita sér fyrir byggingu Dvalarheimilis Aldraðra Sjómanna (DAS). Hrafnista í Kópavogi opnaði í mars 2010 og í mars 2014 tók Hrafnista við rekstri á nýju hjúkrunarheimili á Nesvöllum í Reykjanesbæ. Auk þess tók Hrafnista yfir rekstur Hlévangs sem er eldra hjúkrunarheimili í Reykjanesbæ.

Margvíslega þjónusta er í boði fyrir heimilisfólk á Hrafnistu má þar m.a. nefna hjúkrunar- og læknisþjónustu, endurhæfingu, iðjuþjálfun, líkamsrækt, sundlaug, félagsstarf, prestþjónustu, mötuneyti og hárgreiðslustofu. Innangengt er í öryggis- og þjónustuíbúðir Naustavarar ehf. en Naustavör er í eigu Sjómannadagsráðs og annast byggingu og rekstur íbúða sem leigðar eru út á almennum leigumarkaði.

Hrafnista Kópavogi tók til starfa í mars árið 2010 og er rekið af Hrafnistu. Heimilið er í rólegu og friðsælu umhverfi rétt við Elliðavatn í Kópavogi. Áfast við hjúkrunarheimilið er þjónustumiðstöð þar sem ýmis þjónusta er í boði s.s. sjúkraþjálfun, sundlaug, hárgreiðsla, fótsnyrting, dagvistun, ásamt félagsstarfi fyrir íbúa Kópavogs. Innangengt er í öryggis- og þjónustuíbúðir Naustavarar ehf. en Naustavör er í eigu Sjómannadagsráðs og annast byggingu og rekstur íbúða sem leigðar eru út á almennum leigumarkaði. Hrafnista Kópavogi er rekin eftir nýrri hugmyndafræði í öldrunarþjónustu, Lev og bo, þar sem rík áhersla er lögð á sjálfsákvörðunarrétt og þátttöku íbúa. Byggt er á því besta frá sjálfstæðri búsetu og það sameinað öryggi hjúkrunarheimilis. Starfsfólk og íbúar vinna saman við að skapa heimilislegt, hlýlegt og virkt samfélag.

Hönnun og umhverfi hússins miðast við áherslurnar í starfinu, þess vegna eru á Hrafnistu Kópavogi 4 litlar einingar með aðeins 11 íbúum hver. Allir íbúar hafa um 35 fm² sér herbergi með baðherbergi og teeldhúsi. Í miðrými hverrar einingar eru opin fullbúin eldhús, borðstofa og setustofa.

Á Hrafnistu Kópavogi starfa hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, læknar, félagsliðar, sjúkraþjálfari, iðjuþjálfi og almennt starfsfólk. Einnig njótum við góðs af stóru systrunum, Hrafnistu í Reykjavík og Hafnarfirði, en margir sem þar starfa sinna líka Hrafnistu í Kópavogi.

Employees

Harpa Gunnarsdóttir

Framkvæmdastjóri rekstrarsviðs
harpa.gunnarsdottir@hrafnista.is

Pétur Magnússon

Forstjóri
petur.magnusson@hrafnista.is

Bjarney Sigurðardóttir

Forstöðumaður
bjarney.sigurdardottir@hrafnista.is

Lucia Lund

Mannauðsstjóri
lucia.lund@hrafnista.is

María Fjóla Harðardóttir

Framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs
maria.hardardottir@hrafnista.is

Íris Sveinsdóttir

Yfirlæknir
iris.sveinsdottir@hrafnista.is
c