Mynd af Iðnvélar ehf

Iðnvélar ehf

Fagþjónustur



Iðnvélar bjóða upp á alhliða viðhalds og viðgerðaþjónustu á mjög víðu sviði.

Við höfum í tæknideild okkar sérhæfða fagmenn til að þjónusta þá breiðu línu af iðnaðarvélum sem IÐNVÉLAR ehf hafa selt undanfarin ár.

Í framhaldi af ráðgjöf og sölu á vélum og verkfærum hafa IÐNVÉLAR ávallt lagt sig fram um að hafa til reiðu vandaða og trausta viðhalds þjónustu fyrir sína viðskiptavini



Iðnvélar hafa, mörg undanfarin ár, verið stærsti söluaðilinn á iðnaðarvélum til framleiðsluiðnaðar á Íslandi.
Þar af leiðandi eru fá iðnaðarfyrirtæki sem ekki eru með einhverjar vélar frá Iðnvélum ehf. Til viðbótar að þjónusta vélar frá okkur höfum við í vaxandi mæli tekið að okkur heildar-viðhald á öllum vélakosti viðskiptavina okkar.
Tæknimenn okkar eru menntaðir sem rafvirkjar, vélvirkjar, rafeindavirkjar, kerfisfræðingar ofl. ásamt því að hafa hlotið þjálfun og farið á námskeið í viðhaldi og viðgerðum hjá tæknideildum og framleiðendum hinna ýmsu véla. Viðhald á tölvustýrðum iðnaðarvélum, framleiðslulínum, loftpressum, sogkerfum og hreinsivirkjum er í verkahring okkar. Við sjáum um allt viðhald og vélaviðgerðir fyrir fjölda iðnfyrirtækja og stofnana.



  • Almenn viðgerðaþjónusta
    Vegna viðgerðarbeiðnar á vinnutíma ábyrgjumst við í þjónustusamningum okkar að viðgerðarmaður sé mættur eigi síðar en 4 tímum eftir að beiðni berst.
  • Fastir viðhaldssamningar
    Í auknum mæli hafa stjórnendur iðnfyrirtækja gert sér grein fyrir kostum fyrirbyggjandi viðhalds á framleiðslutækjum sínum og að eitt af því dýrasta sem upp kemur í rekstri er óvænt stopp vegna bilunar í tækjum.
  • Viðhald þrýstiloftskerfa
    Veljið hér fyrir nánari upplýsingar um viðhald loftkerfa.
  • IÐNVÉLAR bjóða uppá viðhalds-og /eða eftirlitssamning sem nær yfir reglubundið fyrirbyggjandi viðhald fyrir tilteknar eða allar vélar í fyrirtækjum.
    Nákvæm skrá yfir allar vélar sýnir jafnan viðhald, ástand og ýmsar fleiri upplýsingar.
    Allar nánari upplýsingar veitir Guðmundur Harðarson – Þjónustustjóri, gudmundur@idnvelar.is – Beinn sími 414 2704
  • Neyðarþjónusta
    Þjónustusími vegna neyðarþjónustu er 822 6552



Employees

Hjörtur P. Jónsson

Framkvæmdarstjóri
hjortur@idnvelar.is

Guðmunda Ólafsdóttir

Fjármálastjóri
gudmunda@idnvelar.is

Trademarks and commissions

ACMOS
Rennslihreinsiefni fyrir iðnað
ADICOMP
Loftpressur
AKE
Sagarblöð
AMADA
Kantpressur
BAYKAL
Kantpressur
BSP
Gluggaverkfæri Trésmíðaverkfæri
COMPAIR
Loftpressur
DAVI PROMAU
Valsar
EUROMAC
Lokkar Hornaklippur
FANTACCI
Skurðarverkfæri
FANTACCI
Gluggaverkfæri Trésmíðaverkfæri
GARDNER DENVER
Loftpressur
HAAS
Rennibekkir
HEIDENHAIN
Digital álestur fyrir rennibekki og önnur tæki
HYDROVANE
Loftpressur
ITW
Rúlluplast
LOCKFORMER
Lásavélar
MINI MAX
Sambyggðar trésmíðavélar
OMGA
Bútsagir
SCHRÖDER
Plötusax Klippur Beygjuvélar
SCM
Trésmíðavélar
SCM
Kantlímingarvélar
STEFANI
Kantlímingarvélar
SULLAIR
Loftpressur
TOS
Járnsmíðavélar
UNIFOG
Rakatæki

Kort

c