Rafís ehf

Rafís ehf er í hópi stærstu raflagnafyrirtækja landsins með mikinn starfsmannaauð sem getur sinnt öllum þáttum rafiðnaðarins. Hjá okkur starfa rúmlega tuttugu manns, faglærðir rafvirkjar og fimm með meistararéttindi í iðngreinini. Hjá okkur starfa einnig iðnnemar auk starfsmanns við skrifstofuhald og bókhald.
Menntun og mannauður
Allt frá upphafi hefur Rafís ehf kappkostað að starfsmenn fyrirtækisins séu fagmenn á sínu sviði og ávallt vel upplýstir um nýjustu aðferðir og tækni í iðngreinini. Við höfum fylgt þeim málefnum eftir með reglulegri endurmenntun starfsmanna og stöðugri endurnýjun á verkfærum og tækjabúnaði. Þannig getum við hjá Rafís ehf boðið upp á bestu og hagkvæmustu lausnir sem völ er á hverju sinni. Rafís ehf getur því boðið upp á sérhæfða starfsmenn og tæki í tölvu- og ljósleiðaratengingum.
Við stöndum fyrir að vera:
- Ungt og metnaðarfullt fyrirtæki sem hefur það eitt að markmiði að sinna viðskiptavinum sínum af fagmensku og góðri þjónustu, ásamt því að leitast ávallt við að gera hlutina á sem hagkvæmastan hátt fyrir viðskiptavini.
- Við erum fjölskylduvænt fyrirtæki sem er gott að vinna hjá þar sem hagsmunir fyrirtækis, starfsmanna og viðskiptavinar er haldið sem sameiginlegum hagsmunum.
Employees
Einar Bjarki Hróbjartsson
Framkvæmdastjóri