Mynd af Signa

Signa

Lógo af Signa

Telephone 5444545

Axarhöfði 14, 110 Reykjavík

kt. 4909100930


Orðið SIGNA merkir “að merkja” á latínu. Þaðan kemur einmit orðatiltækið að signa sig sem svo margir kannast við úr sunnudagskólanum. En að merkja er einmitt það sem að við gerum,hvort sem það eru skilti, bílar, gluggar, borðar, föt eða kynningavörur þá er SIGNA staðurinn til að vera á.

Þrátt fyrir ungan aldur fyrirtækisins er þekkingin mikil því flestir starfsmenn hafa unnið við skiltagerð í yfir 10 ár og sumir í yfir 20 ár. Við höfum þannig góða reynslu og starfsmenn sem veita góða ráðgjöf. Þetta þýðir einfaldlega að við erum ung og framsækin en kunnum að vanda vel til verka. Við þekkjum þau efni sem við erum að vinna með og þekkjum íslenskar aðstæður.

Viðskiptavinir SIGNU eru af öllum toga, við erum nægilega stór til að leysa öll verkefni en nægilega lítil til að vera persónuleg.SIGNA er í grunninn framleiðslu og þjónustufyrirtæki sem leggur áherslu á skilti og merkingaBílamerking er örugglega ein besta auglýsing sem hægt er að fjárfesta í. Auglýsing sem dugar í mörg ár og er alltaf á ferðinni. Við bjóðum uppá allt frá einföldum merkingum upp í heilmerkingar þar sem við klæðum bílinn í filmu. Við búum yfir mikilli reynslu í bílamerkingum og höfum til umráða tölvuteikningar af öllum helstu bílategundum heims og notum þær til að hanna hugmyndir fyrir bílinn þinn. Hafðu samband og fáðu verð og tillögur í bílamerkinguna á bílinn þinn. Einnig erum við með báta- og flugvélamerkingar Við notum aðeins úrvalsefni við bílamerkingar sem duga vel fyrir íslenskar aðstæður.
Algengasta tegund útiskilta eru svokallaðir ljósakassar, smíðaðir úr áli. Plötu (sem yfirleitt er úr plexigleri) er rennt inn í rauf fremst á skiltinu og inni í því er komið fyrir ljósakerfi úr flúrperum eða díóðum. Hægt er að útfæra skiltið á ýmsa vegu, t.d. að prenta ljósmyndir eða grafík á glæra filmu þannig að lýsingin innan úr skiltinu skíni í gegnum prentunina. Þessi aðferð gefur oft mjög góða raun. Díóðuskilti er ein útfærsla ljósaskilta. Útfræstir stafir með framlýsingu eða baklýsingu. Þetta er mjög flott lausn og eru díóður endingagóðar og eyða mjög litlu rafmagni.
Ásýnd fyrirtækisins skiptir miklu máli. Þess vegna erugluggamerkingar góður kostur til að auglýsa fyrirtækið. Getum skorið í límfólíu, prentað á filmur hvort sem er á glæru eða litaða filmu. Einnig erum við með sandblástursfilmu sem er vinsæl, bæði fyrir heimili og fyrirtæki. Þetta er snyrtileg lausn þar sem þú gengur úr skugga um að ekkert sjáist inn, en af sama skapi færðu birtuna inn í rýmið.Kynningaefni er teygjanlegt hugtak. En það sem við erum einna helst að tala um hérna eru lausnir sem eru sérhannaðar til að vera meðfærilegar. Bæði er oft hægt pakka hlutunum saman þannig það fari nánast ekkert fyrir þeim og oftar en ekki eru þetta léttar lausnir. Við erum í samvinnu við erlenda byrgja sem eru með ótrúlega margar mismunandi lausnir, þannig að ef það er eitthvað sérstakt sem þú ert að leita eftir þá er bara að senda okkur línu, slá á þráðinn eða kíkja í kaffi.
prenta er okkar sérgrein. Við prentum á alveg ótrúlega margar tegundir yfirborða með mörgum tegundum af bleki. Við erum stöðugt að prófa okkur áfram með hvað virkar best við íslenskar aðstæður. “Vel skal það vanda sem lengi á að standa” segir einhverstaðar og fylgjum við þeirri lífsspeki. Þegar prentað er fyrir íslenskan markað þar sem rigning, hagl, sól og jafnvel öskufall getur dunið yfir á sama deginum þá verður maður að vinna með fyrsta flokks efni. Það er ekki alltaf ódýrasta lausin sem er best, en þú mátt treysta því að að gerum bestu lausnina eins ódýrt og kostur er.prenta límmiða er góð skemmtun eins og maðurinn sagði. Við hjá SIGNA prentum eins margar tegundir af límmiðum og við mögulega getum. Við prentum límmiða í öllum litum, útskorna límmiða, límmiða sem límdir eru innan á rúður. Allt frá pínu littlum límmiðum upp í límmiða sem sem skreyta golf í íþróttahöllum landsins.Employees

Anna Linda Magnúsdóttir

Framkvæmdastjóri og eigandi
signa@signa.is
c