Mynd af Bustarfell

Bustarfell



Sérstaða safnsins felst þó að miklu leyti í því hversu glöggt hann miðlar breyttum búskapar- og lifnaðarháttum fólks allt frá því fyrir 1770 til þess er hætt var að búa í bænum árið 1966. Til að mynda eru þrjú eldhús í bænum sem öll segja sína sögu og tilheyra sínu tímabili. Eins er um muni safnsins, að þeir tilheyra mismunandi tímabilum. Gaman er að ganga um og sjá hvernig einn hlutur hefur tekið við af öðrum í áranna rás.

Aðstandendur safnsins hafa lagt metnað sinn í að sýning gripa safnsins sé sett upp á sem raunverulegastan hátt, rétt eins og íbúar hússins hafi brugðið sér frá stundarkorn. Ennfremur er mikið lagt uppúr miðlun gamallar verkþekkingar og sagna með lifandi uppákomum, viðburðum og námskeiðum.

Allt frá árinu 1982 hefur Minjasafnið á Bustarfelli verið rekið sem sjálfseignarstofnun en þá gaf Elín Methúsalemsdóttir Vopnfirðingum safnið sem fram að þeim tíma hafði verið sýnt sem einkasafn. Minjasafninu tilheyra allir munir bæjarins og kaffihúsið Hjáleigan. Bæinn sjálfan sér Þjóðminjasafn Íslands um, fyrir hönd Íslensku þjóðarinnar.

Í safninu eru nú yfir eittþúsund munir sem hver og einn á sína sögu og sína "sál" sem gerir safnið að þeim einstaka fróðleiks- og afþreyingarbrunni sem það er.



In beautiful Hofsárdalur stands the old family farm Bustarfell, a quaint, centuries old Icelandic turf and stone house with red gables and a grass-grown roof. Bustarfell is one of the oldest and best preserved farms of this kind in Iceland. In 1532, the farm was bought by Árni Brandsson and his wife Úlfheiður. The farm has been owned by their descendants ever since.

A visit to the museum at Bustarfell is a journey through the history of farming and changes in lifestyle from the beginning of the 18th century to the mid-20th century. When walking through the museum you feel the inhabitants have only just left the house. Three kitchens from different eras are showcased, as well as other artifacts from around the farm which show how technology developed.



Cafe Hjaleigan at Bustarfell Museum

Located at Bustarfell in Hofsardalur Valley, at Rte. 85, about 20 km from Vopnafjordur.

Tel: (+354) 471 2211/ (+354) 844 1153

Open 10:00 - 17:00 daily from June 1 to 1 September.

Cafe Hjaleigan is located in the service center of Bustarfell Museum.

Hot meals available for groups if ordered in advance.



Employees

Eyþór Bragi Bragason

Forstöðumaður
bustarfell@simnet.is

Kort

c