Útfararþjónusta Kirkjugarða Akureyrar ehf

Útfararþjónusta KGA er opin kl. 8 - 17 virka daga.
Vegna eðlis starfseminar eru aðstandendur hvattir til að hringja í síma 461-4060 og panta viðtalstíma.
Útfararþjónustan sér meðal annars um að sækja látna á dánarstað, aðstoða við val á líkkistu, búa um látna í kistu, aðstoða við undirbúning útfarar, sálmaskrá, blóm, tónlist og tilkynningar svo fátt eitt sé nefnt. Jafnframt á og rekur Útfararþjónustan tvo sérútbúna líkbíla. Þá er boðið upp á aðstoð við val og útvegun á legsteinum og krossum á leiði, ljóskerjum og blómavösum. Ávalt er reynt að hafa nokkar gerðir af krossum til á staðnum. Bæklingar og auglýsingar frá steinsmiðjum liggja frammi á skrifstofu Útfararþjónustu.
