Mynd af Stálsmiðjan Útrás ehf

Stálsmiðjan Útrás ehf


Skipa- og vélaverkfræði.

Tækniþjónusta fyrir nýsmíði, breytingar og viðhald skipa og báta.

Verkfræðistofan Útrás ehf var stofnuð 1993. Fyrstu árin var félagið fyrst og fremst í ráðgjafar- og hönnunarverkefnum á sviði vélaverkfræði, orkuverkfræði og skipaverkfræði. Starfsemina útvíkkuðum við árið 2005 og samhliða verkfræðistofunni er nú rekin smiðja með höfuðáherslu á verktakastarfsemi í málmiðnaði. Starfsmenn eru nú 17.

Við höfum komið að ýmsum virkjanaframkvæmdum, svo sem Kárahnjúkavirkjun, Reykjanesvirkjun, Hellisheiðarvirkjun, Lagarfljótsvirkjun, Kröfluvirkjun og Laxárvirkjun. Einnig höfum við tekið að okkur verkefni fyrir álverið á Reyðarfirði, Járnblendið á Grundartanga og nýja moltuverksmiðju í Eyjafirði.

Ýmis stálsmíði við nýja sundlaug í Hrísey, stækkun Glerártorgs á Akureyri, byggingu Hofs - menningarhúss á Akureyri, byggingu nýrrar Bónus-verslunar á Akureyri, stækkun Háskólans á Akureyri, byggingu Naustaskóla á Akureyri, byggingu íþróttahúss á Dalvík og byggingu þjónustuhúss við Akureyrarhöfn er unnin af okkur.



Employees

Sigurður G. Ringsted

Framkvæmdastjóri
sgr@utras.is

Kort

c