Mynd af Bílaþvottastöðin Lindin

Bílaþvottastöðin Lindin



Bílaþvottastöðin Lindin er afkastamikil bílaþvottastöð, þar sem boðið er upp á fjölbreytta þjónustu.

Svampþvottastöð

Svamþvottastöð þar sem bíllinn kemur inn á færiband og er þar tjöruþveginn hátt og lágt áður en hann fer inn í mjúka svampbursta sem þvo bílinn með froðusápu og mýkingarefni, eftir það er sprautað yfir hann froðubóni og svo skolaður með Lustra shield gljáa sem myndar sterka yfirborðsvörn. Svamþvottastöðin er afkastamikil og getur þvegið allt að 50 bíla á klukkustund svo aldrei er löng bið eftir þvotti. Svampþvottastöðin er opin virka daga frá 8:00 – 18:00 og um helgar frá 10:00 – 16:00.



Sjálfsþjónusta

Sex sjálfsþjónustubásar þar sem þú þværð bílinn þinn sjálfur með krafmiklum háþrýstidælum og mjúkum froðuburstum. Öll efni eru á staðnum; tjöruhreinsir, sápur og bón. Einnig erum við með kraftmiklar ryksugur á staðnum. Hægt er að borga með 100 kr. peningum og greiðslukortum. Ódýrari kostur fyrir þá sem hafa gaman af því að þvo bílinn sinn sjálfir. Sjálfsþjónustan er opin allan sólarhringin

Hraðþrif

Hraðþrif að innan á 10 mínútum. Komið er inn á bónstöð þar sem bíllinn er ryksugaður, mottur þrifnar, þurrkað úr hurðafölsum, af mælaborði og á milli sæta og að lokum er bíllinn þurrkaður að utan. Viðskiptavinurinn bíður á meðan á biðstofu og fær sér kaffi og kíkir í blöðin. Frábær þjónusta fyrir þá sem að eru að flýta sér og gera kröfur um hreina bíla.

Bónstöð

Alvöru bónstöð þar sem bíllinn er þrifinn að innan sem utan, allt eftir þínum þörfum. Frábær þjónusta með vönduðum vinnubrögðum. Bónstöðin er opin alla virka daga frá 8:00 – 18:00. Panta þarf tíma á bónstöð í síma 577-4700

Starfsfólk okkar er með ríka þjónustulund og setur viðskiptavininn ávallt í fyrsta sæti.



Employees

Róbert Reynisson

Framkvæmdastjóri
bilalindin@bilalindin.is
c