Mynd af Vagnasmiðjan ehf

Vagnasmiðjan ehf

Vagnasmiðjan ehf. (Vs) var stofnuð 1993 af Jóhanni Helgasyni bifvélavirkjameistara og fjölskyldu og hefur Jóhann verið framkvæmdastjóri. Markmið Vs var og er smíði á malarfestivögnum, vörubílspöllum, kranaásetningar, breytingar á vögnum, vörubílum, vinnuvélum og viðgerðarþjónusta auk almennrar járnsmíði af ýmsu tagi.
Vs hefur frá upphafi verið til húsa að Eldshöfða 21 110 Reykjavík.



Framleiðsla á sterkum og léttum vögnum og pöllum.

Áhugi Jóhanns hefur alla tíð verið að nota til smíðinnar sérstaklega sterkt Sænskt gæðastál (Hardox og Domex) og er tilgangurinn bæði að framleiða sterka vagna og palla auk þess að þessi mikli styrkur efnisins gefur möguleika á minni efnisþykkt og þar með léttari framleiðslu. En það er allt að vinna fyrir notendur að hafa ækið sem léttast, bæði til að geta flutt meira í hverri ferð, en það er jú farmurinn sem gefur tekjurnar, auk þess að spara olíu og minnka slit á ækinu. Oft var þörf en nú er nauðsyn að minnka reksturskostnað eins og hægt er og hafa hagkvæmni í fyrirrúmi.



Helstu aðstoðarmenn við hönnun og tilraunir á framleiðslunni.

Aðalhönnuður ásamt Jóhanni var frá upphafi Guðni Hansson tæknifræðingur, en hann lést 2005. Hann sá um að koma hugmyndum Jóhanns í Auto cad teiknikerfi auk þess að sjá um alla útreikninga um burð og styrk. Ýmsir verktakar og einstaklingar hafa svo í gegn um árin notað þessa vagna og palla og gert á þeim ýmsar tilraunir við allra erfiðustu aðstæður sem hugsast getur, t.d. langvarandi flutning á stórgrýti (allt að 10 tonna grjót), sturtun í hliðarhalla o. fl. Má þar m.a.nefna Ólaf Sigurpálsson frá Húsavíks s. 892-3135, en hann hefur um 40 ára reynslu sem vörubílstjóri.



Vs hefur í samráði við notendur endurbætt það sem betur má fara og telur sig nú vera að framleiða hina “fullkomnu” grjótskúffu sem stenst flestar kröfur sem hægt er að gera og er sérhönnuð fyrir erfiðustu Íslenskar aðstæður. Er þessi skúffa m.a. með botnplötu úr 8 mm. Hardox 450 stáli sem nær 50 cm upp á hliðar sitt hvoru megin og er með 120 cm. láréttan flöt í botni. það ásamt fleiru gerir styrk Vagnasmiðju-pallanna svo mikinn. Sterk, létt skúffa á góðu verði. Sjá nánar á –Vagnar- -efnispallar-


Employees

Jóhann Helgason

Framkvæmdastjóri
c