Mynd af Árvirkinn ehf

Árvirkinn ehf

Góð þjónusta og vandað vöruúrval.

Árvirkinn ehf. var stofnaður í desember 1978 af þremur rafvirkjum á Selfossi. Starfsemin byggðist frá upphafi á alhliða þjónustu á sviði raflagna og raftækjaviðgerða og nokkrum árum síðar var opnuð verslun með hágæða raftæki og ýmis konar efni til raflagna.

Umsvif og vöxtur fyrirtækisins hafa aukist mjög á undanförnum árum og hafa verkefnin verið af ýmsum toga víða um land. Eigendur eru nú níu og auk þeirra starfa 18 manns hjá fyrirtækinu.

Öll starfsemi Árvirkjans, þ.e. verslun skrifstofa og verkstæði er til húsa að Eyravegi 32 á Selfossi.

Það er markmið fyrirtækisins að bjóða upp á alhliða þjónustu á sviði raflagna, engin verk eru of lítil eða of stór fyrir okkur. Starfsmenn Árvirkjans hafa víðtæka þekkingu á rafmagni og öllu sem því viðkemur og menntun starfsmanna er mjög fjölbreytt.

Til viðbótar við rafmagns og raflagnaþjónustu höfum við sérhæft okkur í öryggiskerfum og þjónustu í kringum þau. Fyrirtækið er þjónustuaðili fyrir brunavarna, -myndavéla -og aðgangsstýrikerfi hjá ýmsum fyrirtækjum og stofnunum ásamt því að sjá um öryggiskerfi fyrir heimili og sumarbústaði víða á Suðurlandi. Árvirkinn er samstarfsaðili Öryggismiðstöðvar Íslands.

Employees

Jón Finnur Ólafsson

Framkvæmdastjóri
c