
Sendibill.net

LANDFLUTNINGAR.
Við tökum að okkur vöruflutninga hvert á land sem er og gerum föst verðtilboð. Við hvetjum þig til að hafa samband við okkur, annað hvort með því að senda okkur töluvpóst á flutningur@sendibill.net, eða í síma 697 - 4000
VÖRUDREIFING
Við erum sérfræðingar í hvers konar dreifingu til verslana og fyrirtækja og búum að yfirgripsmikilli reynslu á þessu sviði. Við gerum okkur grein fyrir því að þegar við dreifum fyrir þitt fyrirtæki erum við andlit þíns fyrirtækis gagnvart viðskiptavinum þínum og þá ábyrgð tökum við alvarlega. Við gætum ávallt snyrtimennsku og á það bæði við bílana og bílstjórana. Við erum kurteisir og hjálpsamir, jákvæðir og glaðlegir og gætum þess að vinna öll verk í besta samstarfi við móttakendur vörunnar.
Við höfum dreift allskonar vörum fyrir mörg stærstu fyrirtæki landsins, allt frá blöðum, húsgögnum og rekstrarvörum yfir í matvæli og mjög viðkvæma sérvöru. Við gerum föst tilboð í hvers konar dreifingu.
FYRIRTÆKJAFLUTNINGAR.
Þegar fyrirtæki í rekstri er flutt þarf að koma til nákvæm skipulagning verksins til að lágmarka áhrif flutninganna á þjónustustig og starfsemi þess. Við erum sérfræðingar í skipulagningu slíkra verka og byggjum á áralangri reynslu af flutningastarfsemi. Á þeim grundvelli gerum við föst verðtilboð og leggjum fram tímaáætlun sem stenst.
Við notum nýjustu flutningatækni sem dregur úr óreiðu og tímasóun sem gjarnan er fylgifiskur flutninga. Innihaldi hvers rýmis, hvort sem um er að ræða skrifstofu eða geymslu, er hlaðið í sérstakar stálgrindur sem merktar eru rýminu. Þannig er t.d. skrifstofa starfsmanns öll í einni stálgrind og starfsmaðurinn fær “skrifstofu” sína í heild afhenta á nýjum stað. Þessi tækni léttir mikið það álag sem getur fylgt flutningi vinnustaðar.
BÚSLÓÐAFLUTNINGAR.
Þegar heimili er flutt skiptir öllu máli að vel sé vandað til verka við flutningana til að auðvelda fjölskyldunni þá miklu breytingu sem óumflýjanlega fylgir því að færa heimilishaldið. Við leggjum alla áherslu á góða og faglega pökkun, meðhöndlun og hleðslu á heimilismunum til að tryggja að allir hlutir komist heilu og höldnu á nýja staðinn bæði fljótt og örugglega.
Við aðstoðum við skipulagningu verksins, gefum góð ráð og föst tilboð í flutning búslóðarinnar.
Employees
Halldór Rúnar Magnússon
Framkvæmdastjóri