
Danól ehf

Danól selur matvæli og sérvöru af ýmsum toga. Áhersla er lögð á að vörur fyrirtækisins séu fyrsta flokks og að viðskiptavinir þess geti gengið að hágæða þjónustu vísri. Aðeins vörur sem eiga þess kost að vera fremstar í sínum flokki eru settar á markað og hverjum birgja sinnt sem hann væri sá eini. Stöðugt er leitað nýrra leiða til að efla starfsemina og ná fram meiri framleiðni með því að gera hlutina betur og fyrr en aðrir. Þetta er gert til hagsbóta fyrir viðskiptavini okkar, neytendur, starfsfólk og eigendur.
Danól er skipt upp í þrjár einingar sem hver um sig sér um sitt afmarkaða svið. Sviðin eru matvara, stóreldhús, bakarí og matvælaframleiðsla, snyrti- og sérvara. Í hverri einingu fyrir sig starfar fagfólk og geta viðskiptavinir treyst á bæði reynslu og fagmennsku starfsfólks, sem og afburða þjónustu.
Matvara
Danól er ein stærsta heildsala landsins. Allt frá upphafi hefur verið lögð mikil rækt við að tryggja að þau vörumerki sem hafa verið tekin inn til sölu, séu þau fremstu á sínu sviði.
Matvaran hefur á að skipa vörumerkjum á borð við Homeblest, Haribo, Merrild, Nestlé, Quality Street og svo mætti lengi telja.
Stóreldhús, bakarí & matvælaframleiðsla
Danól er ein stærsta heildsala landsins á fyrirtækjasviði. Bakarí, stóreldhús og matvælaiðnaðurinn treysta á vörur og þjónustu Danól á þessu sviði. Reynsla, fagmennska og þekking eru einkennisorð fyrirtækisins og reynum við ávallt að mæta kröfum viðskiptavina okkar.
Snyrti- & Sérvara
Danól er ein stærsta heildsala landsins í snyrtivöru og sérvöru. Í sérvörunni eru vörumerki eins og Duni, Oroblu, L'Oreal, Maybelline, Real Techniques og El'Vital
