
Skeiða- og Gnúpverjahreppur

Hreppurinn liggur austast í Árnessýslu, ofanverðri, með Hofsjökul í norðri, Flóa í suðri, Þjórsá í austri og Stóru-Laxá og Hvítá í vestri. Íbúar voru 575 talsins 2. janúar 2022. Atvinnuvegir eru landbúnaður, menntunar- og uppeldisstörf auk iðn- og verslunarstarfa. Ferðaþjónusta fer vaxandi. Náttúrufegurð er mikil og eru nokkrir þekktir staðir í hreppnum eins og Háifoss, Hjálparfoss, Þjórsárdalur, Stöng, Gjáin, Gaukshöfði og Vörðufell. Í hreppnum er félagslíf og mannlíf, blómlegt. Grunnskóli,leikskóli og tvær kirkjusóknir eru í sveitarfélaginu. Ólafsvallasókn og Stóra-Núpssókn. Búrfells- og Sultartangavirkjun eru í sveitarfélaginu. Stjórnsýslan er í Árnesi og skrifstofan er opin mánud. – fimmtud. kl. 9-12 og 13-14 og föstud. 9-12
Hægt er að leigja sali fyrir veislur og mannfagnaði í Félagsheimilinu Árnesi, upplýsingar í síma: 698-4342 Þórður Yngvason eða arnes@islandi.is
Gistiheimilið Nónsteinn er í Árnesi sími 698-4342 arnes@islandi.is
Tjaldsvæði Árnesi
698-4342 arnes@islandi.is
Skeiðalaug
4865500 sími umsjónamanns: 8971112
Neslaug
4866117. Sími umsjónamanns: 8971112
Þjórsárskóli
Leikskólinn Leikholt, Brautarholti
Skeiðalaug
4865500 Sími umsjónamanns: 8971112
Neslaug
4866117. Sími umsjónamanns: 8971112
Þjórsárskóli
Leikskólinn Leikholt, Brautarholti
Other registrations
Employees
Björn Axel Guðbjörnsson
Verkstjóri í ÁhaldahúsiKort
