Fisksöluskrifstofan ehf

Fyrirtækið Gullfiskur var stofnað í byrjun árs 1990 og fyrstu árin var fyrirtækið staðsett í Breiðadal í Önundarfirði á vestfjörðum. Til að byrja með voru allar afurðir fyrirtækisins þurrkaðar í hjöllum í Breiðadal og var uppistaða framleiðslunnar Ýsa og Steinbítur. Árið 1999 flutti fyrirtækið í glæsilegt húsnæði að Eyrartröð 11 í Hafnarfirði. Þurrkklefar fyrirtækisins eru einstakir í sinni röð í heiminum og er ástæðan sú að við þurrkun í klefunum er hægt að líkja eftir öllum umhverfislegum aðstæðum, auk þess sem þurrktími afurðanna er styttur til muna. Einn stærsti kosturinn við klefana er að með notkun þeirra eru gæði afurðanna mjög jöfn, auk þess sem hreinlæti við þurrkun er mjög mikið því klefarnir eru lokaðir meðan á þurrkun stendur. Öll notkun klefanna er tölvustýrð Gullfiskur er ungt og framsækið fyrirtæki sem hefur á að skipa góðu starfsfólki, hátæknibúnaði til nota við þurrkun matvæla og þjónustuhlutverki sem miðar að því að sinna þörfum viðskiptavina til fullnustu.

Employees

Tryggvi Tryggvason

Framkvæmdastjóri

Halldór Halldórsson

Fjármálastjóri
c