Mynd af Félagsheimilin í Flóahreppi /Þingborg / Félagslundur

Félagsheimilin í Flóahreppi /Þingborg / Félagslundur




Í félagsheimilinu Félagslundi er góð aðstaða í friðsælu umhverfi og miklu víðsýni.

Salurinn er hlýlegur og tekur allt að 200 manns í sæti. Einnig er minni hliðarsalur fyrir 20 til 30 manns.

Hljóðkerfi, sýningartjald 3×3 m og þráðlaus nettenging er til staðar.

Veislueldhús með öllum búnaði, m.a. stórum gufuofni, kælum og fleiru.

Húsið er leigt fyrir fundi, veislur, ættarmót og aðra viðburði.

Einnig er boðið uppá svefnpokapláss en þar er lámarksfjöldi 25 næturgestir og hámarksfjöldi 70

Frekari upplýsingar og pantanir í síma 480-4370



Félagsheimilið Þingborg í Hraungerðishreppi er einstaklega vel í sveit sett við þjóðveg eitt, skammt austan við Selfoss.

Þingborg er ákjósanlegur staður til veisluhalda, ættamóta, funda, námskeiða, ráðstefnuhalds og annara mannfagnaða. Salurinn nýtist einnig vel fyrir ýmsa íþróttaiðkun.

Húsið er liðlega 800 fermetrar að grunnfleti. Salurinn er liðlega 130 fermetrar. Fyrir norðurenda aðalsalarins er veitingasalur um 80 fermetrar. Er það ákjósanleg viðbót við salarkynni hússins og opnar fleiri möguleika við nýtingu þess. Samliggjandi við veitingasalinn er mjög vel búið eldhús. Aðalinngangur hússins er rúmgóður og gott aðgengi er fyrir hjólastóla.

Við húsið eru tveir stórir, heitir pottar.

Einnig er boðið uppá svefnpokapláss en þar er lámarksfjöldi 25 næturgestir og hámarksfjöldi 100

Frekari upplýsingar á skrifstofu Flóahrepps s: 480-4370

Verið velkomin í Þingborg.






Other registrations

Félagsheimilið Þingborg
Félagsheimilið Félagslundur
Gaulverjabær , 801 Bláskógabyggð
c