
Metan ehf

Metan er umhverfisvænn valkostur fyrir bifreiðaeigendur.
Metan ökutækjaeldsneyti nýtur síaukinna vinsælda um allan heim og er notað á allar gerðir ökutækja hvort heldur um er að ræða fólksbíla, lögreglubíla, sjúkrabíla, sendibíla, sorphirðubíl, strætó eða önnur stærri samgöngutæki. Metan er einnig notað sem eldsneyti á báta, ferjur og skip og á ýmsar vélar í iðnaði og stóriðju samanber frétt í mars 2010 um álver í Katar. Í landsamgöngum er metan mest afgreitt sem lofttegund fyrir fólksbíla en metan í vökvaformi er einnig í mikilli sókn sem eldsneyti fyrir stærri ökutæki og vinnuvélar.
Metanafgreiðsla,
Í dag er metan eldsneyti afgreitt á fjórum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu og á einni stöð á Akureyri.
Áfyllingin er einföld og örugg og tekur mjög svipaðan tíma og áfylling á bensíngeymi.
- Olís í Mjódd – 2 dælur
- Olís við Glæsibæ- 2 dælur
- Skeljungur/Orkan við Miklubraut - 2 dælur
- N1 á Bíldshöfða – 4 dælur
- Miðhúsabraut á Akureyri - 2 dælur
Hægt er að finna upplýsingar um verð á metani inni á heimasíðum söluaðila.
Á næstu misserum og árum er ljóst að sjálfsölum og afgreiðslustöðum mun fjölga á Íslandi eins og um allan heim.
Employees
Helgi Þór Ingason
Framkvæmdastjóri