
Dansrækt-JSB ehf
Líkamsrækt

Líkamsrækt JSB
Námskeið í boði:
– TT
– Topp Form
– Fit Form
– Einkaþjálfun
Við bjóðum:
- Persónulega þjónustu þar sem vel er tekið á móti þér og starfsfólk aðstoðar þig við val á tímum og námskeiðum
- Rúmgóðan og vel búinn tækjasal
- Rúmgóða og glæsilega búningsklefa með læstum skápum
- Frábæra sturtuklefa
- Gufubað (blautgufu) með setustofu
Velkomin í okkar hóp!
Danslistarskóli JSB
Hlutverk skólans felst í að bjóða vandað listdansnám fyrir börn og unglinga í takt við kröfur samtímans. Starfshættir skólans mótast af síbreytilegum heimi listdansins og er metnaður og alúð lögð í skólastarfið. Leitast er við að mæta þörfum nemenda af umburðarlyndi, jafnrétti, lýðræðislegu samstarfi og ábyrgð. Boðið er upp á listdansnám sniðið að ólíkum þörfum nemenda. Forskólanámið er fyrir nemendur á leikskólaaldri, þar fá nemendur að kynnast listforminu í gegnum dans og leik. Jazzballettnámið er tómstundamiðað og sniðið að hinum almenna nemanda. Nám á listdansbraut er fyrir þá sem vilja sérhæfa sig og ná lengra í danslistinni. Allar námsleiðir stuðla að listrænum þroska, aukinni líkamsvitund, félagsfærni, velferð og hreysti. Námið hvetur til skapandi hugsunar, eflir sjálfstæði og sjálfstraust og veitir þar af leiðandi dýrmætt veganesti út í lífið.
Employees
Bára Magnúsdóttir
Framkvæmdastjóri