Mynd af Reykhólahreppur

Reykhólahreppur

Lógo af Reykhólahreppur

Telephone 4303200

Maríutröð 5a, 380 Reykhólahreppur

kt. 4407872589



Reykhólahreppur samanstendur af annars vegar íbúum í sveitinni sem margir stunda búskap annað hvort eingöngu eða meðfram annarri vinnu, mest er um sauðfjárrækt en einnig eru nokkur kúabú og hins vegar íbúum þorpsins sem sækja vinnu í þorpinu en líka utan þess. Á Stað á Reykjanesi er hægt að kaupa beint frá býli; reyktan rauðmaga, bjúgu, heimagert rúgbrauð og hangikjöt til að nefna nokkuð. Bjarkalundur er elsta sumarhótel landsins, var byggt 1945-1947 og er í seinni tíð þekkt sem bakland þáttanna Dagvaktin og stendur þekkt bifreið úr þáttunum, Læðan fyrir utan Bjarkalund.




Í Króksfjarðarnesi er lögð stund á bláskelsræktun og á Karlsey sem liggur utar Reykhólaþorpsins er lítil höfn og þar eru Þörungaverksmiðjan sem framleiðir mjöl úr klóþara og hrossaþangi úr Breiðafirði og nýtir heita vatnið á svæðinu til þurrkunar og saltverksmiðjan Norðursalt sem vinnur salt úr Breiðafirði og nýtir affallsheitavatnið frá Þörungaverksmiðjunni við þurrkun á saltinu.
Á Reykhólum er m.a. leik- og grunnskóli, elliheimili, kirkja, verslun, gróðurhús, gistiheimili, sundlaug, tjaldstæði, lítil báta- og hlunnindasýning með kaffihúsi, Sjávarsmiðjan þar sem hægt er að fara í þaraböð og fá veitingar.



Employees

Ingibjörg Birna Erlingsdóttir

Sveitastjóri
8963629
sveitarstjori@reykholar.is.
c