Mynd af Navis ehf

Navis ehf

Skipahönnun,ráðgjöf og eftirlit

Lógo af Navis ehf

Telephone 5442450

Grandagarður 16 / Hús Sjávarklasa, 101 Reykjavík

kt. 6503032020



Ráðgjafarfyrirtækið NAVIS ehf. sinnir fyrst og fremst verkfræðiþjónustu er varðar skip, skipasmíðastöðvar, útgerð, fiskvinnslufyrirtæki, og skyldan rekstur. Starfsmenn búa að mikilli reynslu í sínu fagi sem aflað hefur þeim yfirgripsmikillar þekkingar, kunnáttu og faglegrar viðurkenningar hérlendis og erlendis.



Starfsmenn NAVIS hafa séð um nýhönnun á ýmsum gerðum skipa, svo sem togurum, nóta- og flotvörpuskipum, frysti- og fullvinnsluskipum, línu- og handfærabátum, dráttarbátum og mælingarbátum. Þá hafa þeir séð um fjölda breytinga á eldri skipum, breytingar og nýhönnun á vinnslulínum og komið að fjölda annarra mismunandi verkefna á sínum sérsviðum.



Helsta þjónusta í boði:

Skipahönnun; breytingar og nýsmíði.

Eftirlit og umsjón með viðgerðum, breytingum og nýsmíði.

Gerð útboðsganga, smíða- og verklýsingar.

Val á vélbúnaði.

Vinnslulínur.

Kostnaðaráætlanir.

Hallaprófanir stöðugleikaútreikningar og BT-mælingar.

Ástandsskoðanir við kaup, sölu eða leigu skips.

Úttektir af ýmsu tagi t.d. “Draft eða Bunker Survey”

Tjónaskoðanir og matsgerðir.

Ráðgjöf varðandi ISM- og ISP-kóða.

Alhliða ráðgjöf varðandi skipa- og vélaverkfræði.



Employees

Hermann Haraldsson

Framkvæmdastjóri
hh@navis.is
c