K. Pétursson ehf



UltraGlozz er mörgum Íslendingum kunnugt, því Olíufélagið seldi bónið á stöðvum sínum í tæp 20 ár, eða þar til að danskur aðili keypti fyrirtækið, haustið 2003. Hér áður var bónið selt undir heitinu Ultra Gloss, en heitir í dag UltraGlozz. Það hefur alltaf verið ljóst, að Ultra Gloss var al-sterkasta og endingarbesta bílabónið, sem Esso seldi, enda ekkert annað bón sem þoldi tjöruþvott. Ultra Gloss var í áraraðir söluhæsta bónið hjá Esso.

Lökk bíla í dag eru með vatnsgrunni, og helgast það að kröfu um að bílalökk skuli vera umhvefisvæn. Allir fagmenn/bílasprautarar eru sammála um að nýju lökkin endast mun skemur en þau gömlu. Af þessum sökum er afar mikilvægt, upp á endingu lakksins, að nota bón sem styrkir það í raun og gefur um leið mikla vörn. Þetta er nákvæmlega það sem UltraGlozz gerir og það er eina bónið sem þú getur bónað með, með nokkura daga millibili, án þess að nýja umferðin leysi upp bónið frá þeirri síðustu. Á þennan hátt geturðu byggt upp styrkingu lakksins á völdum stöðum, t.d. fleti sem verða fyrir miklu áreiti, svo sem neðri hluta hurða og bretta, framkant á vélarhlíf o.fl., sem auðveldar auk þess þrif.

Höfuðkostir:

Mjög mikil ending - Leysist ekki upp í tjöruleysi eða white spirit - Styrkir lakkið og ver það mjög vel gegn skaðlegum áhrifum af útfjólubláum sólargeislum og dregur þannig stórlega úr upplitun - Afar þægilegt í notkun. Hægt að nota sem dropafælu á framrúður. Sjá frekari leiðbeiningar varðandi þetta atriði, hér að neðan.

Allir sem þurfa að halda úti flota af bílum hljóta að hafa hag af því að nota bónið. UltraGlozz er ódýrasta lausnin, þegar miðað er við endingu.Í bóninu eru mismunadi herðar sem ganga í efnasamband við yfirborðið á lakki bílsins og styrkir þannig lakkið, en myndar ekki aðeins varnarhúð ofan á því, líkt og önnur bón. Ending er 10-15 sinnum lengri en á hraðbónum með vaxgrunni. Jafnvel þótt miðað sé við helming þeirrar endingar, þá þarf að nota 7 sinnum meira magn af vaxbóni til þess að verja bílinn jafn lengi, svo ekki sé minnst á vinnuna sem því fylgir. Þetta á ekki síður við um hjólhýsi og húsbíla.

Hagvagnar hf notuðu um áraraðir UltraGlozz á framrúður sinna bíla. Þá er bóninu nuddað inn, uns það hverfur, og þá létt síðari umferð, sem látin er þorna og síðan þurrkuð af með hreinum klút. Það tekur hugsanlega 5 mínútum lengur að bóna bíl meðUltraGlozzi en hraðvaxi, því það þarf að þrífa bónið af hrjúfum plastflötum (óslípuðu plasti) og gúmmílistum, með venjulegum vinyl hreinsi (terpentínu, ef vinyl hreinsir er ekki við hendina) innan 6 tíma frá því bónað var. Eins má koma í veg fyrir þetta með því að bera strax vinylvörn á matt plast og gúmmí, áður en bónað er. Þá gætu staðið eftir leifar af þornuðum hreinsi-massa í þröngum kverkum o.þ.h. en þetta er fljótlegt að þrífa með nælonbursta (t.d. mjóum uppþvottabursta, jafnvel tannbursta). Þetta er einungis útlitsmál ef um dökka bíla er að ræða. Á móti þessum mínútum kemur svo hinn ótvíræði ávinningur, að bóna þarf bílinn mun sjaldnar, en hann heldur samt glæsilegu útliti og sterkri vörn. Menn veita því fljótt athygli, að UltraGlozz gefur lakkinu sérlega djúpan gljáa og lífgar upp liti.

Þeim sem byrja á að nota bónið, ber saman um að UltraGlozz endist lengur en nokkuð annað handbón.

Frekari upplýsingar er að finna á síðunum www.ultraglozz.is og www.ultraglozz.dk

Bílabón í algjörum sérflokki

ULTRAGLOZZ SUPERPOLISH

Employees

Kolbeinn Pétursson

Framkvæmdastjóri
c