Mynd af Zenus

Zenus

Íslensk framleiðsla,gluggatjöld og bólstrun.


Zenus er framleiðslu- og þjónustufyrirtæki sem er byggt á gömlum grunni. Stefna fyrirtækisins er að framleiða vandaðar vörur fyrir íslenskan húsgagnamarkað og bjóða upp á öfluga bólstrunar og viðhaldsþjónustu. Zenus bíður einnig upp á á gott úrval gluggatjalda úr ýmsum efnum fyrir allar gerðir glugga. Dýrmæt reynsla og þekking starfsmanna hefur safnast saman á mörgum áratugum sem endurspeglast í traustum vinnubrögðum og faglegri þjónustu.



ÍSLENSKIR SÓFAR & HÚSGÖGN

Sófarnir frá Zenus er íslensk gæðaframleiðsla þar sem einfaldleikinn og hagnýt sjónarmið eru höfð að leiðarljósi. Útlitshönnunin er stílhrein og tekur sérstaklega mið af notkunargildi og þægindum sófans. Grindin er einstaklega sterk og allur frágangur er mjög vandaður til að standast ýtrustu kröfur um góða endingu.

Grindurnar frá Zenus eru með 10 ára ábyrgð. Zenus framleiðir einnig aðrar gerðir sófa og stóla fyrir húsgagnahönnuði og húsgagnaverslanir. Einnig sérsmíðum við sófa og stóla og aðra bólsturvörur eftir óskum. Boðið er upp á úrval af áklæðum bæði taui og leðri frá viðurkenndum framleiðendum.



Daglega framleiðir Luxaflex þúsundir gluggatjalda í mismunandi stærðum og gerðum. Hver gluggatjöld eru einstök, með mismunandi stærðum og lögun í samræmi við óskir þínar.
Gluggatjöldin frá Luxaflex eru sérsniðin að þínum þörfum. Við veitum aðstoð við val á gluggatjöldunum og kerfinu sem hentar best hverju sinni.




Vandaðar vörur frá Leather Master

Við bjóðum upp á hágæðavörur frá Leather Master til viðhalds á húsgögnum. Þetta eru afar meðfærileg efni til hreinsunar og næringar á leðri, áklæði og tréhúsgögnum. Komdu við hjá okkur ef þú vilt láta fagmenn meðhöndla leðrið á sófanum þínum. Eftir nákvæmar yfirferðir með hreinsi- og litarefnum frá Leather Master verður leðrið eins og nýtt.

Hafðu samband eða skoðaðu úrvalið hjá okkar á Smiðjuvegi 9 í Kópavogi.



Trademarks and commissions

Leather Master
Viðhald á leðri
LUXAFLEX
Gluggatjöld
c