Mynd af Akraneskaupstaður

Akraneskaupstaður

Akranes er stækkandi bæjarfélag og eru íbúar rúmlega 7400 talsins. Mikil áhersla er lögð á góða þjónustu við bæjarbúa og fagleg vinnubrögð í stjórnsýslunni. Einkunnarorð sveitarfélagsins eru jákvæði, metnaður og víðsýni. Akranes er fjölskyldusamfélag þar sem stuðlað er að heilbrigðu líferni íbúa með góðri lýðheilsu og velferð. Á Akranesi eru starfræktir tveir grunnskólar, fjórir leikskólar, tónlistarskóli, fjölbrautaskóli og símenntunarmiðstöð. Boðið er upp á fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf sem nær til allra aldurshópa. Sveitafélagið leggur áherslu á vandað bæjarumhverfi með fallegri bæjarmynd sem hefur jákvæð áhrif á lífsgæði íbúa og eykur aðdráttarafl bæjarins. Á Akranesi er alltaf eitthvað að gerast. Hver viðburðurinn rekur annan og reyndar er það svo að fáir dagar líða án þess að eitthvað sé ekki í gangi á sviði menningar, lista eða íþrótta.

Opnunartími þjónustuvers er: Mánudaga til fimmtudaga 9-15, Föstudaga 9-14.

Employees

Sævar Freyr Þráinsson

Bæjarstjóri
baejarstjori@akranes.is

Valgarður L. Jónsson

Forseti bæjarstjórnar
c